Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 20:49 Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, rétt áður en hann gekk á fund forseta Íslands. Vísir/anton Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04