Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum í dag. Vísir/Birgir „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira