Pavel: Getum skráð KR í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 11:30 Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira