Tiger Woods missir af Masters mótinu vegna meiðsla 2. apríl 2016 12:16 Tiger Woods missir af Masters mótinu vegna meiðsla sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. vísir/afp Tiger Woods hefur tilkynnt að hann muni ekki vera með á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Augusta National vellinum í Georgíu. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem hann missir af þessu móti. Tiger hefur verið frá keppni frá því í september en þá gekkst hann undir aðgerð á baki. Þau meiðsli eru enn að hrjá hann. "Eftir að hafa metið núverandi ástand á bakinu og ráðfært mig við læknateymið mitt, þá hef ég ákveðið að það sé skynsamlegast að sleppa Masters mótinu í ár," segir í yfirlýsingu frá Woods. "Ég er búinn að slá bolta og æfa daglega en ég er ekki tilbúinn líkamlega. Ég hef sagt það alla tíð að ég verð að fara varlega og gera það sem er best fyrir heilsu mína og feril til framtíðar. Ég er að taka framförum og ég er mjög ánægður með hve langt ég er kominn í endurhæfingu. En ég hef ekki ákveðið hvenær ég sný aftur á golfmót," segir ennfremur í yfirlýsingu frá Tiger Woods. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur tilkynnt að hann muni ekki vera með á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Augusta National vellinum í Georgíu. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem hann missir af þessu móti. Tiger hefur verið frá keppni frá því í september en þá gekkst hann undir aðgerð á baki. Þau meiðsli eru enn að hrjá hann. "Eftir að hafa metið núverandi ástand á bakinu og ráðfært mig við læknateymið mitt, þá hef ég ákveðið að það sé skynsamlegast að sleppa Masters mótinu í ár," segir í yfirlýsingu frá Woods. "Ég er búinn að slá bolta og æfa daglega en ég er ekki tilbúinn líkamlega. Ég hef sagt það alla tíð að ég verð að fara varlega og gera það sem er best fyrir heilsu mína og feril til framtíðar. Ég er að taka framförum og ég er mjög ánægður með hve langt ég er kominn í endurhæfingu. En ég hef ekki ákveðið hvenær ég sný aftur á golfmót," segir ennfremur í yfirlýsingu frá Tiger Woods.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira