Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 31-19 | Valur vandræðalaust í undanúrslit Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 19. apríl 2016 13:28 Sveinn Aron Sveinsson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld. Vsíri/Ernir Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið lagði Fram í oddaleik á heimavelli 31-19. Valur vann einvígið 2-1. Valur var 13-7 yfir í hálfleik en leikurinn var aðeins jafn fyrstu mínúturnar. Fram skoraði fyrstu tvö mörkin en eftir að Valur komst yfir, 5-4, var ekki aftur snúið. Valsmenn léku frábærlega í leiknum. Liðið var bæði búið að leysa framliggjandi vörn Fram og sóknarleik sem gerði það að verkum að leikurinn varð aldrei spennandi. Lítil breidd í liði Fram hafði sitt að segja því leikmenn liðsins virkuðu þreyttir á fótunum eftir þrjár framlengingar í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Lykilmenn Fram sem höfðu spilað svo gott sem allar mínútur í einvíginu virtust bensínlausir er leið á leikinn og áttu í raun aldrei möguleika á að vinna upp forystu Vals sem jókst jafnt og þétt allan leikinn. Mikil breidd er í liði Vals og veikist liðið ótrúlega lítið þó Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari skipti byrjunarliðsmönnum útaf. Það og þær lausnir sem Valsmenn höfðu fundið á leik Fram réði í raun úrslitum. Vítanýting Garðars Sigurjónssonar framan af var það jákvæðasta við sóknarleik Fram í kvöld en hjá Val var nánast hver einasti leikmaður með góða sóknarnýtingu auk þess sem Hlynur Morthens var góður í markinu fyrir aftan frábæra vörnina. Valur mætir Aftureldingu í undanúrslitum og hefst einvígið á laugardaginn. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til að komst í úrslit. Guðmundur Hólmar: Ætlum að taka þetta alla leið„Við erum beittari og skipulagðari í sóknarleiknum og varnarleikurinn þéttist og varð á sama tíma ákafari,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason aðspurður hvað lagði grunninn að öruggum sigrinum í kvöld. „Við fáum betri skot á markið hjá okkur sem Bubbi (Hlynur Morthens) tekur. Við fáum líka fleiri mörk á fyrsta tempói sem eru mjög mikilvæg.“ Guðmundur Hólmar sagði að hina mikla breidd Vals hafi hjálpað liðinu gegn Fram þar sem fáir leikmenn spiluðu fleiri mínútur. „Svo spilar inn í að þeir voru að spila tvo leiki og þrjár framlengingar í 3-2-1 eða 3-3 vörn á svolítið þunnum mannskap þannig að lappirnar á þeim voru ekki eins ferkar og í hinum leikjunum. Það spilar inn í. „Við erum búnir að skapa þessa breidd í allan vetur. Við höfum lent í meiðslum og allir leikmenn hafa fengið að spila stóra rullu í vetur og það skilar þegar komið er í svona þétt prógram eins og úrslitakeppnin er,“ sagði Guðmundur. Þó þreyta hafi án nokkurs vafa spilað inn í í dag þá var Valur búinn að finna lausnir á bæði varnar- og sóknarleik Fram. „Við vorum búnir að fara yfir hlaupaleiðir og þessháttar sem við komum með nýtt inn. En annars er þetta sama gamla, bara gera 3% meira. Koma af meiri krafti í árásina. Klippa, stimpla, gera þetta örlítið betur en þú hefur verið að gera. „Það vantaði ekki viljann en menn voru aðeins meira klárir og beittari í aðgerðunum.“ Þó Valur hafi haft mikla yfirburði í leiknum leið Guðmund ekki eins og þetta væri komið fyrir skammt var eftir af leiknum. „Ég var aldrei rólegur fyrr en það voru bara þrjár mínútur eftir eða eitthvað svoleiðis. Þetta Framlið er ólseigt og það gefst aldrei upp. Við vissum að við gátum ekki slakað í eina mínútu, þá væru þeir komnir á bragðið. „Ég var með mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik í dag og í leiknum sjálfum. Ég er stoltur af okkur að hafa klárað Fram svona og gert það svona vel,“ sagði Guðmundur sem hlakkar mikið til að takast á við sterkt lið Aftureldingar í undanúrslitum. „Það er hörkulið. Baráttulið. Stemningslið, eins og við. Klókur þjálfari og Rothöggið uppi í stúku. Það verður geggjað að fá þá hingað og fara í Mosó. Ég lofa hörku einvígi en við ætlum áfram. Við ætlum í úrslit. Við ætlum að taka þetta alla leið.“ Þorgrímur Smári: Sárt að klára ekki eins og menn„Ætli beinsínið hafi ekki bara verið búið hjá okkur. Það er helsta ástæðan fyrir því að við koksuðum algjörlega,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson skytta Fram sem reyndi hvað hann gat að draga vagninn í kvöld. „Það er sárt að klára þetta ekki eins og menn þegar við vorum búnir að leggja svona mikið á okkur. Við hefðum átt að gefa þeim einhverja mótspyrnu en ekki enda í tólf mörkum.“ Þorgrími fannst verra hvernig liðið datt út heldur en að hafa dottið út yfir höfuð. „Stefán Baldvin (Stefánsson) er að hætta og líka fyrir okkur. Þetta er búið að vera erfitt tímabil eftir áramót og við vildum sýna ákveðna hluti. Okkur tókst það í fyrstu tveimur leikjunum en engan vegin í dag og það er sárast,“ sagði Þorgrímur. Fram lék frábæra vörn í fyrstu tveimur leikjunum en liðið réð ekkert við Val í kvöld. „Við spiluðum engan vegin jafn góða vörn og við höfðum gert í einvíginu og ég held að það sé þreyta sem spilar þar inni. „Ég var sjálfur þreyttur í dag. Ég fann fyrir þyngslum. Þeir eru með meiri breidd en við og náðu að hvíla menn inn á milli á meðan ég er búinn að spila 80, 70 og núna 60 mínútur. Breiddin réð mögulega úrslitum." Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið lagði Fram í oddaleik á heimavelli 31-19. Valur vann einvígið 2-1. Valur var 13-7 yfir í hálfleik en leikurinn var aðeins jafn fyrstu mínúturnar. Fram skoraði fyrstu tvö mörkin en eftir að Valur komst yfir, 5-4, var ekki aftur snúið. Valsmenn léku frábærlega í leiknum. Liðið var bæði búið að leysa framliggjandi vörn Fram og sóknarleik sem gerði það að verkum að leikurinn varð aldrei spennandi. Lítil breidd í liði Fram hafði sitt að segja því leikmenn liðsins virkuðu þreyttir á fótunum eftir þrjár framlengingar í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Lykilmenn Fram sem höfðu spilað svo gott sem allar mínútur í einvíginu virtust bensínlausir er leið á leikinn og áttu í raun aldrei möguleika á að vinna upp forystu Vals sem jókst jafnt og þétt allan leikinn. Mikil breidd er í liði Vals og veikist liðið ótrúlega lítið þó Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari skipti byrjunarliðsmönnum útaf. Það og þær lausnir sem Valsmenn höfðu fundið á leik Fram réði í raun úrslitum. Vítanýting Garðars Sigurjónssonar framan af var það jákvæðasta við sóknarleik Fram í kvöld en hjá Val var nánast hver einasti leikmaður með góða sóknarnýtingu auk þess sem Hlynur Morthens var góður í markinu fyrir aftan frábæra vörnina. Valur mætir Aftureldingu í undanúrslitum og hefst einvígið á laugardaginn. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til að komst í úrslit. Guðmundur Hólmar: Ætlum að taka þetta alla leið„Við erum beittari og skipulagðari í sóknarleiknum og varnarleikurinn þéttist og varð á sama tíma ákafari,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason aðspurður hvað lagði grunninn að öruggum sigrinum í kvöld. „Við fáum betri skot á markið hjá okkur sem Bubbi (Hlynur Morthens) tekur. Við fáum líka fleiri mörk á fyrsta tempói sem eru mjög mikilvæg.“ Guðmundur Hólmar sagði að hina mikla breidd Vals hafi hjálpað liðinu gegn Fram þar sem fáir leikmenn spiluðu fleiri mínútur. „Svo spilar inn í að þeir voru að spila tvo leiki og þrjár framlengingar í 3-2-1 eða 3-3 vörn á svolítið þunnum mannskap þannig að lappirnar á þeim voru ekki eins ferkar og í hinum leikjunum. Það spilar inn í. „Við erum búnir að skapa þessa breidd í allan vetur. Við höfum lent í meiðslum og allir leikmenn hafa fengið að spila stóra rullu í vetur og það skilar þegar komið er í svona þétt prógram eins og úrslitakeppnin er,“ sagði Guðmundur. Þó þreyta hafi án nokkurs vafa spilað inn í í dag þá var Valur búinn að finna lausnir á bæði varnar- og sóknarleik Fram. „Við vorum búnir að fara yfir hlaupaleiðir og þessháttar sem við komum með nýtt inn. En annars er þetta sama gamla, bara gera 3% meira. Koma af meiri krafti í árásina. Klippa, stimpla, gera þetta örlítið betur en þú hefur verið að gera. „Það vantaði ekki viljann en menn voru aðeins meira klárir og beittari í aðgerðunum.“ Þó Valur hafi haft mikla yfirburði í leiknum leið Guðmund ekki eins og þetta væri komið fyrir skammt var eftir af leiknum. „Ég var aldrei rólegur fyrr en það voru bara þrjár mínútur eftir eða eitthvað svoleiðis. Þetta Framlið er ólseigt og það gefst aldrei upp. Við vissum að við gátum ekki slakað í eina mínútu, þá væru þeir komnir á bragðið. „Ég var með mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik í dag og í leiknum sjálfum. Ég er stoltur af okkur að hafa klárað Fram svona og gert það svona vel,“ sagði Guðmundur sem hlakkar mikið til að takast á við sterkt lið Aftureldingar í undanúrslitum. „Það er hörkulið. Baráttulið. Stemningslið, eins og við. Klókur þjálfari og Rothöggið uppi í stúku. Það verður geggjað að fá þá hingað og fara í Mosó. Ég lofa hörku einvígi en við ætlum áfram. Við ætlum í úrslit. Við ætlum að taka þetta alla leið.“ Þorgrímur Smári: Sárt að klára ekki eins og menn„Ætli beinsínið hafi ekki bara verið búið hjá okkur. Það er helsta ástæðan fyrir því að við koksuðum algjörlega,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson skytta Fram sem reyndi hvað hann gat að draga vagninn í kvöld. „Það er sárt að klára þetta ekki eins og menn þegar við vorum búnir að leggja svona mikið á okkur. Við hefðum átt að gefa þeim einhverja mótspyrnu en ekki enda í tólf mörkum.“ Þorgrími fannst verra hvernig liðið datt út heldur en að hafa dottið út yfir höfuð. „Stefán Baldvin (Stefánsson) er að hætta og líka fyrir okkur. Þetta er búið að vera erfitt tímabil eftir áramót og við vildum sýna ákveðna hluti. Okkur tókst það í fyrstu tveimur leikjunum en engan vegin í dag og það er sárast,“ sagði Þorgrímur. Fram lék frábæra vörn í fyrstu tveimur leikjunum en liðið réð ekkert við Val í kvöld. „Við spiluðum engan vegin jafn góða vörn og við höfðum gert í einvíginu og ég held að það sé þreyta sem spilar þar inni. „Ég var sjálfur þreyttur í dag. Ég fann fyrir þyngslum. Þeir eru með meiri breidd en við og náðu að hvíla menn inn á milli á meðan ég er búinn að spila 80, 70 og núna 60 mínútur. Breiddin réð mögulega úrslitum."
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira