Holtavörðuheiði lokað og flugi aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 17:45 Ófært er víða um land. Vísir/Vilhelm Veginum um Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst. Nokkrir bílar eru fastir á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir frá Borgarnesi og Borgarfirði á leið til að aðstoða ökumenn sem þar sitja fastir. Einnig hefur allmörgum fjallvegum verið klokað vegna veðurs en búið er að loka vegunum um Steingrímsfjarðarheiði, Holtvörðuheiði, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Þá hefur öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Ísland í kvöld verið aflýst en fljúga átti til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík og frá þessum bæjum til Reykjavíkur.Von á 40-45 m/s hviðumVon er á vonskuveðri víða um land í kvöld. Hægfara lægð er nú fyrir austan land og er hún dýpri en spáð var. Hún mjakast suður með Austfjörðum í nótt. Hvessir mjög austanlands nú síðdegis og með hríðarveðri austur um á miðja Austfirði. Um leið hvessir suðaustanlands og reikna má staðbundið með mjög byljóttum vindi og hviðum allt að 40-45 m/s frá Lómagnúpi og austur um á sunnanverða Austfirði. Við þessar aðstæður gerir sandfok í þurri N-áttinni, m.a. úr Skaftárfarvegi og á Skeiðárásandi. Lægir ekki að gagni fyrr en komið er vel fram á morgundaginn. Á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi minnkar ofankoman og éljagangur fljótlega í kvöld en áfram verður skafrenningur fram á nóttina, einkum á fjallvegum.Færð og aðstæðurVegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en þó er snjóþekja á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Vetrarfærð er nú á Vestfjörðum og ófært á Klettshálsi og lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er einnig á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Það eru hálkublettir eða snjóþekja á fjallvegum á Norðurlandi vestra og snjóþekja og óveður á Sigufjarðarvegi. Lokað er yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall. Á Norðausturlandi er versnandi veður og þæfingsfærð á Hólaheiði og Sandvíkurheiði og búið að loka veginum í Hófaskarði. Eins er búið að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra og hálkublettir á Fagradal en greiðfært er á láglendi. Greiðfært er einnig með suðausturströndinni. Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Veginum um Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur verið aflýst. Nokkrir bílar eru fastir á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir frá Borgarnesi og Borgarfirði á leið til að aðstoða ökumenn sem þar sitja fastir. Einnig hefur allmörgum fjallvegum verið klokað vegna veðurs en búið er að loka vegunum um Steingrímsfjarðarheiði, Holtvörðuheiði, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Þá hefur öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Ísland í kvöld verið aflýst en fljúga átti til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík og frá þessum bæjum til Reykjavíkur.Von á 40-45 m/s hviðumVon er á vonskuveðri víða um land í kvöld. Hægfara lægð er nú fyrir austan land og er hún dýpri en spáð var. Hún mjakast suður með Austfjörðum í nótt. Hvessir mjög austanlands nú síðdegis og með hríðarveðri austur um á miðja Austfirði. Um leið hvessir suðaustanlands og reikna má staðbundið með mjög byljóttum vindi og hviðum allt að 40-45 m/s frá Lómagnúpi og austur um á sunnanverða Austfirði. Við þessar aðstæður gerir sandfok í þurri N-áttinni, m.a. úr Skaftárfarvegi og á Skeiðárásandi. Lægir ekki að gagni fyrr en komið er vel fram á morgundaginn. Á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi minnkar ofankoman og éljagangur fljótlega í kvöld en áfram verður skafrenningur fram á nóttina, einkum á fjallvegum.Færð og aðstæðurVegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en þó er snjóþekja á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Vetrarfærð er nú á Vestfjörðum og ófært á Klettshálsi og lokað á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er einnig á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Það eru hálkublettir eða snjóþekja á fjallvegum á Norðurlandi vestra og snjóþekja og óveður á Sigufjarðarvegi. Lokað er yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall. Á Norðausturlandi er versnandi veður og þæfingsfærð á Hólaheiði og Sandvíkurheiði og búið að loka veginum í Hófaskarði. Eins er búið að loka veginum yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra og hálkublettir á Fagradal en greiðfært er á láglendi. Greiðfært er einnig með suðausturströndinni.
Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira