Andersen skoraði tvö annan leikinn í röð og KR komið í úrslit | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2016 20:54 Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira