Birgitta birtir upplýsingar úr skattframtali Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 13:14 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799 Panama-skjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799
Panama-skjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira