Lakers seldi Kobe-vörur fyrir 150 milljónir á lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 08:00 Kobe Bryant eftir lokaleikinn umrkingdur fjölmiðlamönnum. Vísir/Getty Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30