NBA: Yngri bróðir Steph Curry með flottan leik í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 07:15 Cleveland Cavaliers er besta lið Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en þetta var endanlega ljóst eftir sigur liðsins á Atlanta Hawks í nótt. Houston Rockets er í betri stöðu en Utah Jazz eftir leiki næturinnar, Russell Westbrook var með þrennu í síðasta útileik Kobe Bryant á ferlinum og bróðir Stephen Curry átti stórleik.LeBron James skoraði 34 stig í þremur leikhlutum þegar Cleveland Cavaliers vann 109-94 sigur á Atlanta Hawks sem gulltryggði liðinu efsta sætið í Austudeildinni. James skoraði 19 stig í þriðja leikhlutanum en hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar og virðist vera kominn í úrslitakeppnisgírinn sinn. Kyrie Irving tók yfir leikinn þegar James hvíldi sig í fjórða leikhlutanum og varð á endanum stigahæstur hjá Cleveland með 35 stig.Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry, var frábær þegar lið hans Sacaramento Kings vann 105-101 sigur á Phoenix Suns. Seth Curry skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar í leiknum. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Rajon Rondo sem var hvíldur eins og þeir DeMarcus Cousins og Darren Collison. Seth Curry hafði mest áður gefið 5 stoðsendingar í einum leik.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 19 stig þegar Houston Rockets vann 129-105 útisigur á Minnesota Timberwolves. Houston komst upp fyrir Utah Jazz með þessum sigri og leikmenn liðsins þurfa nú bara að treysta á sjálfa sig í lokaleiknum. Kevin Durant var með 34 stig og Russell Westbrook bætti við þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 112-79 sigur á Los Angeles Lakers í síðasta útileik Kobe Bryant á NBA-ferlinum. Bryant skorað 13 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði ekki stig eftir það. Russell Westbrook var með 13 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en þetta var átjánda þrennan hans á tímabilinu.Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas Mavericks tryggði sér sjöunda sætið í Vesturdeildinni með 101-92 útisigri á Utah Jazz. Tapið þýðir að Utah nægir ekki að vinna lokaleik sinn heldur þarf nú einnig að treysta á það að Houston tapi til þess að Utah nái áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina.Jeremy Lin skoraði 19 af 25 stigum sínum í öðrum leikhlutanum þegar Charlotte Hornets vann 114-100 sigur á Boston Celtics. Kemba Walker skoraði 18 stig fyrir Charlotte og þeir Al Jefferson og Marvin Williams voru báðir með 16 stig. Isaiah Thomas og Avery Bradley voru stigahæstir hjá Boston með 17 stig hvor.Jimmy Butler skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sex mínútum leiksins þegar Chicago Bulls vann 121-116 sigur á New Orleans Pelicans. James Ennis skoraði 29 stig fyrir lið New Orleans sem hefur verið án fimm stigahæstu leikmanna liðsins undanfarnar tvær vikur. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 109-94 Orlando Magic - Milwaukee Bucks 107-98 Boston Celtics - Charlotte Hornets 100-114 Brooklyn Nets - Washington Wizards 111-120 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105-129 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 116-121 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 112-79 Utah Jazz - Dallas Mavericks 92-101 Phoenix Suns - Sacramento Kings 101-105Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers er besta lið Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en þetta var endanlega ljóst eftir sigur liðsins á Atlanta Hawks í nótt. Houston Rockets er í betri stöðu en Utah Jazz eftir leiki næturinnar, Russell Westbrook var með þrennu í síðasta útileik Kobe Bryant á ferlinum og bróðir Stephen Curry átti stórleik.LeBron James skoraði 34 stig í þremur leikhlutum þegar Cleveland Cavaliers vann 109-94 sigur á Atlanta Hawks sem gulltryggði liðinu efsta sætið í Austudeildinni. James skoraði 19 stig í þriðja leikhlutanum en hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar og virðist vera kominn í úrslitakeppnisgírinn sinn. Kyrie Irving tók yfir leikinn þegar James hvíldi sig í fjórða leikhlutanum og varð á endanum stigahæstur hjá Cleveland með 35 stig.Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry, var frábær þegar lið hans Sacaramento Kings vann 105-101 sigur á Phoenix Suns. Seth Curry skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar í leiknum. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Rajon Rondo sem var hvíldur eins og þeir DeMarcus Cousins og Darren Collison. Seth Curry hafði mest áður gefið 5 stoðsendingar í einum leik.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 19 stig þegar Houston Rockets vann 129-105 útisigur á Minnesota Timberwolves. Houston komst upp fyrir Utah Jazz með þessum sigri og leikmenn liðsins þurfa nú bara að treysta á sjálfa sig í lokaleiknum. Kevin Durant var með 34 stig og Russell Westbrook bætti við þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 112-79 sigur á Los Angeles Lakers í síðasta útileik Kobe Bryant á NBA-ferlinum. Bryant skorað 13 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði ekki stig eftir það. Russell Westbrook var með 13 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en þetta var átjánda þrennan hans á tímabilinu.Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas Mavericks tryggði sér sjöunda sætið í Vesturdeildinni með 101-92 útisigri á Utah Jazz. Tapið þýðir að Utah nægir ekki að vinna lokaleik sinn heldur þarf nú einnig að treysta á það að Houston tapi til þess að Utah nái áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina.Jeremy Lin skoraði 19 af 25 stigum sínum í öðrum leikhlutanum þegar Charlotte Hornets vann 114-100 sigur á Boston Celtics. Kemba Walker skoraði 18 stig fyrir Charlotte og þeir Al Jefferson og Marvin Williams voru báðir með 16 stig. Isaiah Thomas og Avery Bradley voru stigahæstir hjá Boston með 17 stig hvor.Jimmy Butler skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sex mínútum leiksins þegar Chicago Bulls vann 121-116 sigur á New Orleans Pelicans. James Ennis skoraði 29 stig fyrir lið New Orleans sem hefur verið án fimm stigahæstu leikmanna liðsins undanfarnar tvær vikur. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 109-94 Orlando Magic - Milwaukee Bucks 107-98 Boston Celtics - Charlotte Hornets 100-114 Brooklyn Nets - Washington Wizards 111-120 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105-129 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 116-121 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 112-79 Utah Jazz - Dallas Mavericks 92-101 Phoenix Suns - Sacramento Kings 101-105Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira