Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2016 19:20 Benedikt Kristján Mewes. Mynd/aðsend „Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira