Það small allt saman hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 KR-ingar eru Íslandsmeistarar 2016. vísir/ernir „Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
„Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira