Nowitzki ætlar ekki að leggja skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira