Heilbrigt viðskiptalíf? Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun