Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 16:03 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira