Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 22-25 | Afturelding sótti sigur á Hlíðarenda Smári Jökull Jónsson í Valshöllinni skrifar 23. apríl 2016 20:30 Davíð Svansson átti góðan leik í marki Aftureldingar. Vísir/Stefán Afturelding er komin með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þeir unnu góðan útisigur á Hlíðarenda í dag eftir frábæran endasprett þar sem Davíð Svansson fór a kostum í markinu. Fyrri hálfleikur var jafn á nær öllum tölum og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Valsmenn höfðu yfirhöndina í upphafi en svo náði Afturelding forystunni. Geir Guðmundsson var sterkur hjá Valsmönnum og þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Pétur Júníusson náðu vel saman í sókninni hjá Aftureldingu. Undir lok hálfleiks varð umdeilt atvik þegar Sveinn Aron Sveinsson komst einn fram völlinn í hraðaupphlaup. Mikk Pinnonen hljóp hann uppi, keyrði hann niður og fékk 2 mínútna brottvísun. Hann var stálheppinn að fá ekki rautt spjald en slapp með skrekkinn. Jafnt var í hálfleik, 13-13 og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði æsispennandi. Það varð líka raunin. Jafnt var á flestum tölum en í stöðunni 19-17 kom frábær kafli hjá Mosfellingum. Þeir skoruðu 7 af næstu 8 mörkum og náðu mest fjögurra marka forystu, 24-20. Davíð Svansson fór á kostum í markinu og varði eins og berserkur. Jóhann Gunnar Einarsson var betri en enginn í sókninni og Mikk Pinnonen mjög skeinuhættur. Það fór svo að lokum að Afturelding vann þriggja marka sigur, 25-22, og tekur því forystuna í einvíginu. Liðin mætast í Mosfellsbænum á mánudag og fá Valsarar þar tækifæri til að jafna leikinn.Óskar Bjarni: Það er nýtt stríð á mánudag Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var skiljanlega ekki sáttur eftir tapið gegn Aftureldingu og sagði að hans menn þyrftu að bæta ýmislegt í sínum leik. „Ég er drullusvekktur. Þetta var frábær leikur og svona hafa leikirnir verið í vetur. Síðustu mínúturnar voru þeirra, þeir voru þéttari varnarlega og klókari sóknarlega. Davíð ver auðvitað frábærlega. Í stöðunni 19-17 snýst þetta svolítið og mér fannst við vera búnir að vera flottir í seinni hálfleik fram að því,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. „Á öllum vígstöðum finnst mér við eiga eitthvað inni. Aðgerðir okkar sóknarlega eru oft á hálfum hraða. Kannski erum við eitthvað þreyttir í lokin, kannski rúllaði ég ekki nógu vel og það gæti setið þreyta í okkur eftir þriðja leikinn gegn Fram. Þetta er bara hörkurimma og gleði og það er nýtt stríð á mánudaginn.“ Ólafur Stefánsson kom inn í Valsliðið fyrir leikinn í dag eftir að Ómar Ingi Magnússon meiddist í 8-liða úrslitunum gegn Fram. Ólafur spilaði nokkrar sóknir og sýndi ágæta takta. „Menn hafa talað um að við getum ekki unnið þetta án Ómars. Að hann sé „winnerinn“ í liðinu og sá sem taki af skarið á mikilvægum augnablikum og þess háttar. Við þurfum að sýna að við elskum svona mínútur eins og hér í lokin. Þær eiga eftir að koma aftur og þeir voru klókari í dag,“ bætti Óskar við. „Ég bjóst ekki við að hafa Óla á skýrslu í dag. Við þurfum að koma honum smá inn í þetta. Hann þarf að finna hvort þetta sé möguleiki að hann spili. Ég er bara með tvo örvhenta eftir og ef annar meiðist er gott að hafa kallinn.“ „Það er alveg kristaltært að hann er ekki að fara að vinna mótið fyrir okkur. Það er heiður fyrir handboltann í heild sinni að hann sé að spila og gefa sig í þetta. En við vitum það, strákarnir og Óli að hann er stuðningur og það erum ég og strákarnir sem þurfum að klára stærri hluta af þessu en hann,“ sagði Óskar að lokum.Einar Andri: Karakterinn skein úr hverju andliti Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var mjög ánægður með leik sinna manna í dag og hrósaði liðsheildinni. „Það var gaman að sjá hvað við spiluðum vel í dag. Við vorum virkilega tilbúnir í þetta frá fyrstu mínútu. Mér fannst karakterinn skína úr hverju andliti hjá mínum mönnum og við vorum bara flottir allan tímann,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi að leik loknum. „Það var gaman að spila, mikil læti og stemmningin góð. Ég er ánægðastur með hvað við vorum jafnir. Markvarslan var mjög góð, vörnin mjög góð og sóknarleikurinn góður á löngum köflum,“ bætti Einar Andri við. Liðin mættust þrisvar í deildarkeppninni í vetur og þar höfðu Valsmenn betur í öll skiptin. Einar sagði slíkt ekki hafa nein áhrif þegar í úrslitakeppnina væri komið. „Það kom okkur lítið á óvart í þeirra leik og við vorum ekkert að koma þeim á óvart heldur. Þetta eru lið sem þekkjast vel og það eru litlu hlutirnir sem skilja á milli. Þetta eru tvö frábær lið og við þurfum að spila enn betur á mánudaginn til þess að vinna þar,“ sagði Einar Andri að lokum.Óli Stef: Förum fjallabaksleiðina að þessu Ólafur Stefánsson var kominn aftur í Valstreyjuna í leiknum gegn Aftureldingu. Hann var ósáttur með leik liðsins þegar Vísir náði tali af honum eftir leik og sagði margt þurfa að laga. „Þetta er erfitt. Við vildum vinna þennan leik og við þurfum að rífa okkur upp. Þetta var alls ekki nógu gott og ekki heldur fyrstu tveir leikirnir gegn Fram. Það eru komin upp viðvörunarskilti og þeir verða bara að fara að skerpa á sér og gera betur,“ sagði Ólafur. „Við erum upp við vegg og förum fjallabaksleiðina að þessu. Það verður erfitt í Mosó. Við þurfum að laga flest. Ég vona að með hausnum þá lögum við mikið. Við kíkjum á videoið á eftir og það verða einhverjir taktískir puntkar sem Óskar mun fara yfir. En ég held að þetta sitji mest í kollinum og þetta lið á alveg fullt inni,“ bætti Ólafur við. „Það er fullt af góðum strákum í þessu liði og þeir verða að sýna það þegar þeir spila. Mitt hlutverk er að reyna að fylla í skarð Ómars að einhverju leyti. Geir er flottur leikmaður en það eru bara tveir örvhentir eftir. Mér er allavega ætlað að styrkja bekkinn og gefa Óskari einhverja valmöguleika,“ sagði Ólafur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Afturelding er komin með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þeir unnu góðan útisigur á Hlíðarenda í dag eftir frábæran endasprett þar sem Davíð Svansson fór a kostum í markinu. Fyrri hálfleikur var jafn á nær öllum tölum og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Valsmenn höfðu yfirhöndina í upphafi en svo náði Afturelding forystunni. Geir Guðmundsson var sterkur hjá Valsmönnum og þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Pétur Júníusson náðu vel saman í sókninni hjá Aftureldingu. Undir lok hálfleiks varð umdeilt atvik þegar Sveinn Aron Sveinsson komst einn fram völlinn í hraðaupphlaup. Mikk Pinnonen hljóp hann uppi, keyrði hann niður og fékk 2 mínútna brottvísun. Hann var stálheppinn að fá ekki rautt spjald en slapp með skrekkinn. Jafnt var í hálfleik, 13-13 og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði æsispennandi. Það varð líka raunin. Jafnt var á flestum tölum en í stöðunni 19-17 kom frábær kafli hjá Mosfellingum. Þeir skoruðu 7 af næstu 8 mörkum og náðu mest fjögurra marka forystu, 24-20. Davíð Svansson fór á kostum í markinu og varði eins og berserkur. Jóhann Gunnar Einarsson var betri en enginn í sókninni og Mikk Pinnonen mjög skeinuhættur. Það fór svo að lokum að Afturelding vann þriggja marka sigur, 25-22, og tekur því forystuna í einvíginu. Liðin mætast í Mosfellsbænum á mánudag og fá Valsarar þar tækifæri til að jafna leikinn.Óskar Bjarni: Það er nýtt stríð á mánudag Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var skiljanlega ekki sáttur eftir tapið gegn Aftureldingu og sagði að hans menn þyrftu að bæta ýmislegt í sínum leik. „Ég er drullusvekktur. Þetta var frábær leikur og svona hafa leikirnir verið í vetur. Síðustu mínúturnar voru þeirra, þeir voru þéttari varnarlega og klókari sóknarlega. Davíð ver auðvitað frábærlega. Í stöðunni 19-17 snýst þetta svolítið og mér fannst við vera búnir að vera flottir í seinni hálfleik fram að því,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. „Á öllum vígstöðum finnst mér við eiga eitthvað inni. Aðgerðir okkar sóknarlega eru oft á hálfum hraða. Kannski erum við eitthvað þreyttir í lokin, kannski rúllaði ég ekki nógu vel og það gæti setið þreyta í okkur eftir þriðja leikinn gegn Fram. Þetta er bara hörkurimma og gleði og það er nýtt stríð á mánudaginn.“ Ólafur Stefánsson kom inn í Valsliðið fyrir leikinn í dag eftir að Ómar Ingi Magnússon meiddist í 8-liða úrslitunum gegn Fram. Ólafur spilaði nokkrar sóknir og sýndi ágæta takta. „Menn hafa talað um að við getum ekki unnið þetta án Ómars. Að hann sé „winnerinn“ í liðinu og sá sem taki af skarið á mikilvægum augnablikum og þess háttar. Við þurfum að sýna að við elskum svona mínútur eins og hér í lokin. Þær eiga eftir að koma aftur og þeir voru klókari í dag,“ bætti Óskar við. „Ég bjóst ekki við að hafa Óla á skýrslu í dag. Við þurfum að koma honum smá inn í þetta. Hann þarf að finna hvort þetta sé möguleiki að hann spili. Ég er bara með tvo örvhenta eftir og ef annar meiðist er gott að hafa kallinn.“ „Það er alveg kristaltært að hann er ekki að fara að vinna mótið fyrir okkur. Það er heiður fyrir handboltann í heild sinni að hann sé að spila og gefa sig í þetta. En við vitum það, strákarnir og Óli að hann er stuðningur og það erum ég og strákarnir sem þurfum að klára stærri hluta af þessu en hann,“ sagði Óskar að lokum.Einar Andri: Karakterinn skein úr hverju andliti Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var mjög ánægður með leik sinna manna í dag og hrósaði liðsheildinni. „Það var gaman að sjá hvað við spiluðum vel í dag. Við vorum virkilega tilbúnir í þetta frá fyrstu mínútu. Mér fannst karakterinn skína úr hverju andliti hjá mínum mönnum og við vorum bara flottir allan tímann,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi að leik loknum. „Það var gaman að spila, mikil læti og stemmningin góð. Ég er ánægðastur með hvað við vorum jafnir. Markvarslan var mjög góð, vörnin mjög góð og sóknarleikurinn góður á löngum köflum,“ bætti Einar Andri við. Liðin mættust þrisvar í deildarkeppninni í vetur og þar höfðu Valsmenn betur í öll skiptin. Einar sagði slíkt ekki hafa nein áhrif þegar í úrslitakeppnina væri komið. „Það kom okkur lítið á óvart í þeirra leik og við vorum ekkert að koma þeim á óvart heldur. Þetta eru lið sem þekkjast vel og það eru litlu hlutirnir sem skilja á milli. Þetta eru tvö frábær lið og við þurfum að spila enn betur á mánudaginn til þess að vinna þar,“ sagði Einar Andri að lokum.Óli Stef: Förum fjallabaksleiðina að þessu Ólafur Stefánsson var kominn aftur í Valstreyjuna í leiknum gegn Aftureldingu. Hann var ósáttur með leik liðsins þegar Vísir náði tali af honum eftir leik og sagði margt þurfa að laga. „Þetta er erfitt. Við vildum vinna þennan leik og við þurfum að rífa okkur upp. Þetta var alls ekki nógu gott og ekki heldur fyrstu tveir leikirnir gegn Fram. Það eru komin upp viðvörunarskilti og þeir verða bara að fara að skerpa á sér og gera betur,“ sagði Ólafur. „Við erum upp við vegg og förum fjallabaksleiðina að þessu. Það verður erfitt í Mosó. Við þurfum að laga flest. Ég vona að með hausnum þá lögum við mikið. Við kíkjum á videoið á eftir og það verða einhverjir taktískir puntkar sem Óskar mun fara yfir. En ég held að þetta sitji mest í kollinum og þetta lið á alveg fullt inni,“ bætti Ólafur við. „Það er fullt af góðum strákum í þessu liði og þeir verða að sýna það þegar þeir spila. Mitt hlutverk er að reyna að fylla í skarð Ómars að einhverju leyti. Geir er flottur leikmaður en það eru bara tveir örvhentir eftir. Mér er allavega ætlað að styrkja bekkinn og gefa Óskari einhverja valmöguleika,“ sagði Ólafur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira