Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump. Vísir/EPA Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57
Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00