Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson mælast með mest fylgi vísir/ernir/anton „Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira