Grótta toppaði á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. maí 2016 06:00 Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lyfta Íslandsbikarnum í Garðabænum fyrir Gróttu. vísir/Andri Marinó Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53