Arnar Björnsson hitti einn frægasta tennisspilara sögunnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 19:00 Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Tennis Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tennis Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira