Westbrook hló að spurningu um Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 23:30 Russell Westbrook búinn að troða boltanum í körfuna án þess að Stephen Curry komi vörnum við. Vísir/Getty Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Stephen Curry, besti leikmaður NBA-deildarinnar, fékk ekki mikla virðingu frá Russell Westbrook á blaðamannafundi eftir að Golden State Warriors liðið vann fimmta leikinn á móti Oklahoma City Thunder og hélt lífi í tímabilinu sínu. Russell Westbrook og félagar í Oklahoma City Thunder þurfa áfram bara einn sigur í viðbót til að slá út NBA-meistarana og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Kevin Durant og Russell Westbrook mættu saman á blaðamannafundinn og það var Durant sem svaraði þegar þeir voru spurðir um það hvort Stephen Curry væri vanmetinn varnarmaður. Á meðan Kevin Durant fór fínt í það að gera lítið úr varnarhæfileikum Stephen Curry þá gat Russell Westbrook ekki stillt sig og hló að spurningunni. ESPN segir frá. Stephen Curry hefur verið að dekka mikið Russell Westbrook í einvíginu og það hefur verið mjög krefjandi enda Westbrook með 28,0 stig og 11,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum. Bandarískir körfuboltatölfræðingar voru þó búnir að taka það saman að Westbrook hefur aðeins nýtt 32 prósent skota sinna (8 af 25) þegar Curry er að dekka hann en sú prósenta fer upp í 44 prósent (37 af 84) þegar aðrir eru að dekka hann. Westbrook hefur líka tapað 7 boltum með Curry að trufla sig. „Hann er þokkalegur varnarmaður en hann er samt ekki að dekka bestu leikstjórnendurna," svaraði Kevin Durant og bætti við: „Þeir gera góða hluti með því að láta nokkra menn dekka Russell, allt frá [Klay] Thompson til [Andre] Iguodala. Steph fær stundum að reyna sig á móti honum. Hann hreyfir fæturna ágætlega og er góður með höndunum," sagði Kevin Durant. Stephen Curry stal flestum boltum í NBA-deildinni í vetur en hann viðurkenndi það sjálfur aðspurður um ummæli Kevin Durant að Klay Thompson fengi oftar meira krefjandi verkefni í vörninni. „Ég er með frábæra liðsfélaga sem eru betri að dekka menn út á velli. Ég fagna samt áskoruninni þegar ég fæ tækifæri til að dekka mann eins og Russell. Ég reyni að gera mitt besta og er alltaf að reyna að verða betri varnarmaður," sagði Curry. Sjötti leikur Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors er annað kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann fer fram á heimavelli Oklahoma City Thunder þar sem Russell Westbrook og félagar í Thunder unnu tvo örugga sigri í fyrri leikjum sínum þar í þessu einvígi. Stephen Curry reynir hér að verjast Russel Westbrook.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira