Veðrinu verður töluvert misskipt á laugardag: Spáð úrhelli vestanlands en blíðviðri fyrir austan Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2016 20:14 Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir laugardagsmorgun. Vísir/Vedur.is Veðrinu verður ansi misskipt eftir landshlutum á laugardag. Spáð er úrhelli á vestanverðu landinu meira og minna allan föstudaginn og fram á laugardagsmorgun á meðan blíðviðri verður á austanverðu landinu. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er ekki tilefni til að vera með einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessarar úrkomu sem gæti mælst allt að tugi millimetra þar sem mest verður líkt og spár gefa til kynna í dag. „Reykjanesið tekur mikið af þessari úrkomu. Svo er það Snæfellsneið og sunnanverðir Vestfirðir sem fá ansi mikla úrkomu. Snjór er víðast hvar farinn og frost sömuleiðis úr jörðu. Þannig að það verður ansi drjúgt og hleypur í læki en ég myndi ekki halda að það verði einhver flóð þó það geti alltaf einhverjar spýjur farið af stað,“ sagði veðurfræðingurinn við Vísi. Um hádegisbilið á laugardag er búist við að það muni stytta upp víðast hvar þó enn verði einhver úrkoma á suðvesturhorni landsins en á meðan verður sól og blíða á austanverðu landinu og allt að tuttugu stiga hita. Veðurfræðingurinn segir að íbúar þess landshluta hafi þurft að bíða mjög lengi eftir hlýindum og muni þeir að öllu óbreyttu fá það endurgreitt í fimmtudag, föstudag og laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og úrkomu, suðvestan 5-13 síðdegis og dálítil væta, en áfram þurrt fyrir austan. Hvessir vestantil annað kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Á fimmtudag:Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands og hiti 14 til 20 stig.Á föstudag:Sunnan 8-15 og rigning, sums staðar talsverð vestantil á landinu. Þurrt að kalla um landið norðaustan- og austanvert. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Minnkandi suðlæg átt, rigning með köflum og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti 14 til 20 stig.Á sunnudag og mánudag:Vestlæg átt og dálitlir skúrir, en þurrt á austurhelmingi landsins. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Veður Tengdar fréttir Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Veðrinu verður ansi misskipt eftir landshlutum á laugardag. Spáð er úrhelli á vestanverðu landinu meira og minna allan föstudaginn og fram á laugardagsmorgun á meðan blíðviðri verður á austanverðu landinu. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er ekki tilefni til að vera með einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessarar úrkomu sem gæti mælst allt að tugi millimetra þar sem mest verður líkt og spár gefa til kynna í dag. „Reykjanesið tekur mikið af þessari úrkomu. Svo er það Snæfellsneið og sunnanverðir Vestfirðir sem fá ansi mikla úrkomu. Snjór er víðast hvar farinn og frost sömuleiðis úr jörðu. Þannig að það verður ansi drjúgt og hleypur í læki en ég myndi ekki halda að það verði einhver flóð þó það geti alltaf einhverjar spýjur farið af stað,“ sagði veðurfræðingurinn við Vísi. Um hádegisbilið á laugardag er búist við að það muni stytta upp víðast hvar þó enn verði einhver úrkoma á suðvesturhorni landsins en á meðan verður sól og blíða á austanverðu landinu og allt að tuttugu stiga hita. Veðurfræðingurinn segir að íbúar þess landshluta hafi þurft að bíða mjög lengi eftir hlýindum og muni þeir að öllu óbreyttu fá það endurgreitt í fimmtudag, föstudag og laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og úrkomu, suðvestan 5-13 síðdegis og dálítil væta, en áfram þurrt fyrir austan. Hvessir vestantil annað kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Á fimmtudag:Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands og hiti 14 til 20 stig.Á föstudag:Sunnan 8-15 og rigning, sums staðar talsverð vestantil á landinu. Þurrt að kalla um landið norðaustan- og austanvert. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Minnkandi suðlæg átt, rigning með köflum og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti 14 til 20 stig.Á sunnudag og mánudag:Vestlæg átt og dálitlir skúrir, en þurrt á austurhelmingi landsins. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Veður Tengdar fréttir Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21