Mikilvægt hlutverk dagforeldra Skúli Helgason skrifar 31. maí 2016 07:00 Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skúli Helgason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun