Guðrún Margrét um fóstureyðingar: „Við erum að taka líf í rauninni“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 15:14 „Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00