Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:30 Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur sínar skoðanir á öllum "litlu" liðunum á EM 2016. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira