Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2016 13:45 Jason Day, kona hans Ellie og börnin þeirra Dash og Lucy. Vísir/Getty Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta. Golf Zíka Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta.
Golf Zíka Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira