Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 22:21 Gylfi í baráttunni við Dele Alli. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira