Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 27. júní 2016 21:13 Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands. Vísir/Getty Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fyrir leikinn hefði það þótt nánast hlægileg tilhugsun að sjálfir upphafsmenn knattspyrnunnar yrðu að lúta í lægra fyrir Íslandi. Englendingar mættu til leiks með margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og mun ríkari sigurhefð en Ísland. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa fyrir litla Íslandi og viðbrögðin á breskum miðlum beint í kjölfarið eru samhljóma: Þetta var versta tap enska landsliðsins frá upphafi. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Gary Lineker lýsir því til að mynda hiklaust yfir á Twitter-síðu sinni. Hrósar hann Íslandi fyrir góðan leik en segir það um leið ótækt að England tapi fyrir þjóð sem býr yfir fleiri eldfjöllum en atvinnumönnum í knattspyrnu.The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016 Lýsendur breska ríkisútvarpsins spáðu því að Roy Hodgson landsliðsþjálfari myndi sjálfsagt missa starfið í kvöld eða á morgun vegna tapsins og höfðu rétt fyrir sér. Miðvellingurinn málglaði Joey Barton tekur undir og segir að allt þjálfarateymið þurfi að fjúka. Þá segir Michael Cox, knattspyrnublaðamaður Guardian og ESPN, að enska liðir eigi sér engar afsakanir. Hann segir tapið þó „aðeins“ það versta á stórmóti frá árinu 1950, þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum á Heimsmeistaramóti í Brasilíu.Dear oh dear. No excuses there, surely England's worst tournament defeat since 1950.— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47