Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2016 15:15 Vísir/HBO Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, allri þáttaröðinni og mögulegum atriðum í næsta og síðasta þætti þáttaraðarinnar. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist!Þvílíkur þáttur sem sá níundi var. Við fengum að sjá risastóra orustu. Daenerys vera Daenerys og redda málunum og fleira. LOKSINS! Ramsay Bolton, áður Snow, er dauður og mikið var. Þar að auki fékk hann heldur betur að kenna á því. Hans eigin hundar drápu hann og átu. Melisandre er án efa í miklum vandræðum, eftir að Ser Davos komst að því að hún lét brenna Shireen, dóttur Stannis, í síðustu þáttaröð. Líkurnar á því að íbúar Kings Landing séu í miklum vandræðum jukust til muna og Theon og Yara Greyjoy virðast hafa ferðast um söguheim Game of Thrones á hraðbátum.Orusta Jon Snow og Ramsay Bolton var mjög flott og við munum öll syrgja Wun Wun, risann góðláta. Ég saknaði þó þess að sjá Ghost, úlf Jon Snow, hann hefur nánast ekkert sést í þáttaröðinni. Ég hefði óskað þess að hann hefði verið látinn drepa Ramsay en ekki hundarnir.Viðkvæmir ættu kannski ekkert að vera að skoða myndefnið hér að neðan. Reyndar, ef spoilervörnin hér að ofan virkar af einhverju viti, þá væru þið ekki að lesa þetta nema þið hefðuð þegar séð þáttinn. Tíkurnar hans Ramsay eiga sér ekki skemmtilega sögu. Fyrir utan það að Ramsay lét þær éta stjúpmóður sína og bróðir þá notaði hann þær til þess að drepa fjöldan allan af ungum stúlkum. Ramsay hafði gaman af því að veiða og þá sérstaklega að veiða kvenfólk. Hann átti það til að ræna ungum stúlkum og fara með þær til Dreadfort (krúttlegt nafn), kastala Bolton ættarinnar. Þar voru þær rifnar úr fötunum og látnar flýja inn í nærliggjandi skóg. Þær fengu nokkurra tíma forskot og síðan elti Ramsay þær uppi með hjálp tíkanna sinna. Ef stúlkurnar „stóðu sig vel“ og úr varð mikill eltingarleikur, nauðgaði hann þeim og drap þær. Ef þær stóðu sig ekki vel nauðgaði hann þeim samt og fláði þær. Tíkurnar eru allar nefndar í höfuðið á stúlkum sem höfðu staðið sig vel. Grey Jeyne, Helicent, Jez, Alison, Kyra, Maude, Red Jeyne, Sara og Willow.Smá hliðarskref: Ramsay var leikinn af breska leikaranum Iwan Rheon, sem einnig er tónlistarmaður og hægt er að hlusta á nokkur lög eftir hann hér á Youtube.I'm very touched by all your lovely messages....and very glad people can differentiate me from the character. Thank you— Iwan Rheon (@iwanrheon) June 21, 2016 Þegar bardagi bastarðanna var langt á veg komin og Jon Snow og félagar virtust í miklum vandræðum kom Littlefinger með her sinn frá Vale og „púllaði Rohan“ ef svo má að orði komast. Brynklæddir riddarar þeyttust áfram á hestum sínum og riðu niður hermenn Ramsay af miklum ákafa.Sjá einnig: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Sansa glotti þegar hún og Littlefinger komu Jon Snow til bjargar, og svo virðist sem að þau stjórni nú Winterfell. Að minnsta kosti í anda, þar sem þau virðast ekki hafa marga menn sér til aðstoðar. Ég er enn sannfærður um að Petyr Baelish ætli sér ekkert gott og hann hefur mjög marga menn sér til aðstoðar.Ég ætla aðeins að fara yfir hver Littlefinger er og hverja hann hefur svikið í gegnum tíðina. Sérstaklega í þáttunum þar sem saga hans er ekki alveg sú sama og í bókunum. Baelish ættin var stofnuð af málaliða frá Braavos, langafa Littlefinger, en afi hans byggði svo kastala á mjög litlu yfirráðasvæði á skaga sem kallast The Fingers. Kastalinn ber ekkert nafn en hægt er að finna hann á korti hér. (Beint vestur af Braavos) Í raun stjórnaði Littlefinger einu litlu þorpi í the Vale og var hann því undir Jon Arryn, sem stjórnaði Vale. Þegar hann var átta ára gamall var hann sendur til Riverrun þar sem hann kynntist systrunum Catelyn og Lysu Tully, sem við könnumst nú þegar við. Það var bróðir þeirra Edmure, sem kallaði Petyr fyrst nafninu Littlefinger. Petyr varð yfir sig ástfanginn af Catelyn sem gat ekki verið meira sama um hann. Lysa var hins vegar ástfangin af Petyr en honum var alveg sama um hana. Catelyn átti að giftast Brandon Stark, eldri bróður Eddard, og skoraði Petyr því á hann í einvígi. Brandon sigraði Petyr auðveldlega og drap hann næstum því í einvíginu. Petyr var sendur aftur til Fingranna með skömm. Brandon var þó myrtur af Aerys Targaryen og Catelyn og Eddard giftust þess í stað. Lysa giftist Jon Arryn. Petyr notaði sér tilfinningar Lysu til þess að hækka sig hægt og rólega í tign, en á endanum tók Jon Arryn Petyr með sér til Kings Landing. Jon varð „hand of the king“ og stjórnaði í raun konungsríkjunum sjö og Petyr stjórnaði fjármálum krúnunnar. Hann keypti fjölda vændishúsa í Kings Landing og rak umfangmikið net njósnara. Petyr varð fljótt einn af valdamestu mönnum Westeros en fáir virtust taka eftir því. Nema geldingurinn Varys.Nýtti sér Lysu og drap hana svo Í fyrsta þætti Game of Thrones fékk Catelyn bréf frá systur sinni. Jon Arryn var dáinn og Robert Baratheon var kominn til Winterfell til að fá Eddard til að taka við stjórntaumunum í konungsríkjunum sjö. Eddard ætlaði sér ekki suður til Kings Landing þar til hann og Catelyn lásu bréfið frá Lysu. Hún sagðist sannfærð um að einhverjir í Lannister ættinni hefðu eitrað fyrir Jon Arryn og ákváðu þau hjón að fara til Kings Landing og komast til botns í málinu og til þess að komast að því hver kastaði Bran úr turninum svo hann lamaðist. Eddard og Catelyn voru sannfærð um að Petyr væri þeim hliðhollur. Það fór svo þannig að Petyr stjórnaði Eddard eins og peði og leiddi hann á sömu braut og Jon Arryn hafði farið. Það er að Eddard komst að því að börn Robert Baratheon væru í rauninni ekki börnin hans, heldur börn Jamie Lannister. Hann og Cersei systir hans væru elskuhugar. Eddard ætlaði að koma Stannist Baratheon, bróður Robert, til valda þegar Robert dó. Petyr sveik Eddard hins vegar og lét drepa alla menn hans. Það endaði svo með því að Eddard var tekinn af lífi. Næst sveik Petyr Lannister ættina þegar hann hjálpaði Olennu Tyrell að eitra fyrir Joffrey. Petyr lét þó líta út fyrir að Sansa og þáverandi eiginmaður hennar Tyrion Lannister hefðu eitrað fyrir konunginum. Sansa og Petyr fóru því næst til The Vale þar sem þau hittu fyrir Lysu Arryn. Hún viðurkenndi að hafa eitrað fyrir eiginmanni sínum Jon, að skipun Petyr, og Lysa vildi giftast Petyr. Þau giftu sig og Petyr henti henni út um Mánadyrnar svokölluðu.Svo virðist sem að fall Stark ættarinnar hafi beinlínis verið skipulagt af Petyr, væntanlega vegna Catelyn og ástar hans til hennar. Eftir að hafa myrt Lysu og tekið völdin í Vale, sendir Petyr Sönsu greyið aftur til Winterfell, þar sem hún er látin giftast Ramsay Bolton. Eins og við vitum var það ekki hamingjusamt hjónaband. Um leið og Sansa fer norður til Winterfell, fer Petyr aftur til Kings Landing. hann segir Cersei að hún sé í Winterfell til að giftast Ramsay og að Bolton ættin hafi svikið krúnuna. Petyr og Cersei gera samkomulag um að hann noti her sinn í Vale til þess að sigra Bolton ættina og í staðinn fær hann Winterfell og norðrið. Nú virðist hann hafa beðið þar til Jon og Ramsay voru svo til gott sem búnir að þurrka hvorn annan út. Þá kom Petyr „til bjargar“. Ég tel nánast engar líkur á því að Littlefinger muni svo bara óska þeim Jon og Sönsu góðs gengis og fara aftur heim. Jon Snow er ekki lögmætur erfingi Winterfell og eftir því sem flestir íbúar söguheims Game of Thrones vita er Sansa eina Stark barnið sem enn er lifandi. Arya og Bran eru auðvitað lifandi, en þau eru bæði talin vera látin. Mitt gisk er að Littlefinger mun reyna að þvinga Sönsu í hjónaband og þannig taka við stjórntaumunum í Winterfell og í norðrinu. Hingað til hefur hann svikið nánast alla sem hann hefur komist í tæri við og af hverju ætti hann að hætta núna. Það er eiginlega enginn sem stendur í vegi fyrir honum.Í síðustu viku skrifaði ég nokkrar línur um að Cersei ætlaði sér líklega að brenna Kings Landing, eða allavega hluta borgarinnar, til grunna. Hún ræddi við Qyburn, sem er nokkuð líkur Kjartani galdrakarli, um ákveðinn orðróm. Hann sagðist hafa komist að því að um mun meira en orðróm væri að ræða.Umræddur orðrómur sneri að öllum líkindum að miklum birgðum af Wildfire, sem Aerys Targaryen hafði látið koma fyrir undir Kings Landing. Fyrr í þessari þáttaröð sá Bran sýn þar sem sjá mátti Wildfire springa neðanjarðar.Tyrion nefndi það sérstaklega í síðasta þætti. Virðist það gefa kenningunni um ætlanir Cersei byr undir báða vængi.Í næsta þætti fáum við án efa að sjá restina af Tower of Joy atriðinu. Þar sem Bran er að endurlifa minningar föður síns frá því þegar hann reyndi að koma systur sinni til bjargar. Þá verður uppruni Jon Snow staðfestur. Hvort hann sé í raun bastarður Eddard Stark, eða sonur Rheagar Targaryen og Lyonnu Stark. Þá er einnig líklegt að Bran, Meera og Benjen komi að veggnum. Fyrir nokkrum vikum fórum við yfir hvernig það gæti gert hinum ódauðu kleift að hefja innrás sína í Westeros. En eins og svo oft áður þá eru kenningar um Game of Thrones líklega byggðar á sandi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, allri þáttaröðinni og mögulegum atriðum í næsta og síðasta þætti þáttaraðarinnar. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist!Þvílíkur þáttur sem sá níundi var. Við fengum að sjá risastóra orustu. Daenerys vera Daenerys og redda málunum og fleira. LOKSINS! Ramsay Bolton, áður Snow, er dauður og mikið var. Þar að auki fékk hann heldur betur að kenna á því. Hans eigin hundar drápu hann og átu. Melisandre er án efa í miklum vandræðum, eftir að Ser Davos komst að því að hún lét brenna Shireen, dóttur Stannis, í síðustu þáttaröð. Líkurnar á því að íbúar Kings Landing séu í miklum vandræðum jukust til muna og Theon og Yara Greyjoy virðast hafa ferðast um söguheim Game of Thrones á hraðbátum.Orusta Jon Snow og Ramsay Bolton var mjög flott og við munum öll syrgja Wun Wun, risann góðláta. Ég saknaði þó þess að sjá Ghost, úlf Jon Snow, hann hefur nánast ekkert sést í þáttaröðinni. Ég hefði óskað þess að hann hefði verið látinn drepa Ramsay en ekki hundarnir.Viðkvæmir ættu kannski ekkert að vera að skoða myndefnið hér að neðan. Reyndar, ef spoilervörnin hér að ofan virkar af einhverju viti, þá væru þið ekki að lesa þetta nema þið hefðuð þegar séð þáttinn. Tíkurnar hans Ramsay eiga sér ekki skemmtilega sögu. Fyrir utan það að Ramsay lét þær éta stjúpmóður sína og bróðir þá notaði hann þær til þess að drepa fjöldan allan af ungum stúlkum. Ramsay hafði gaman af því að veiða og þá sérstaklega að veiða kvenfólk. Hann átti það til að ræna ungum stúlkum og fara með þær til Dreadfort (krúttlegt nafn), kastala Bolton ættarinnar. Þar voru þær rifnar úr fötunum og látnar flýja inn í nærliggjandi skóg. Þær fengu nokkurra tíma forskot og síðan elti Ramsay þær uppi með hjálp tíkanna sinna. Ef stúlkurnar „stóðu sig vel“ og úr varð mikill eltingarleikur, nauðgaði hann þeim og drap þær. Ef þær stóðu sig ekki vel nauðgaði hann þeim samt og fláði þær. Tíkurnar eru allar nefndar í höfuðið á stúlkum sem höfðu staðið sig vel. Grey Jeyne, Helicent, Jez, Alison, Kyra, Maude, Red Jeyne, Sara og Willow.Smá hliðarskref: Ramsay var leikinn af breska leikaranum Iwan Rheon, sem einnig er tónlistarmaður og hægt er að hlusta á nokkur lög eftir hann hér á Youtube.I'm very touched by all your lovely messages....and very glad people can differentiate me from the character. Thank you— Iwan Rheon (@iwanrheon) June 21, 2016 Þegar bardagi bastarðanna var langt á veg komin og Jon Snow og félagar virtust í miklum vandræðum kom Littlefinger með her sinn frá Vale og „púllaði Rohan“ ef svo má að orði komast. Brynklæddir riddarar þeyttust áfram á hestum sínum og riðu niður hermenn Ramsay af miklum ákafa.Sjá einnig: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Sansa glotti þegar hún og Littlefinger komu Jon Snow til bjargar, og svo virðist sem að þau stjórni nú Winterfell. Að minnsta kosti í anda, þar sem þau virðast ekki hafa marga menn sér til aðstoðar. Ég er enn sannfærður um að Petyr Baelish ætli sér ekkert gott og hann hefur mjög marga menn sér til aðstoðar.Ég ætla aðeins að fara yfir hver Littlefinger er og hverja hann hefur svikið í gegnum tíðina. Sérstaklega í þáttunum þar sem saga hans er ekki alveg sú sama og í bókunum. Baelish ættin var stofnuð af málaliða frá Braavos, langafa Littlefinger, en afi hans byggði svo kastala á mjög litlu yfirráðasvæði á skaga sem kallast The Fingers. Kastalinn ber ekkert nafn en hægt er að finna hann á korti hér. (Beint vestur af Braavos) Í raun stjórnaði Littlefinger einu litlu þorpi í the Vale og var hann því undir Jon Arryn, sem stjórnaði Vale. Þegar hann var átta ára gamall var hann sendur til Riverrun þar sem hann kynntist systrunum Catelyn og Lysu Tully, sem við könnumst nú þegar við. Það var bróðir þeirra Edmure, sem kallaði Petyr fyrst nafninu Littlefinger. Petyr varð yfir sig ástfanginn af Catelyn sem gat ekki verið meira sama um hann. Lysa var hins vegar ástfangin af Petyr en honum var alveg sama um hana. Catelyn átti að giftast Brandon Stark, eldri bróður Eddard, og skoraði Petyr því á hann í einvígi. Brandon sigraði Petyr auðveldlega og drap hann næstum því í einvíginu. Petyr var sendur aftur til Fingranna með skömm. Brandon var þó myrtur af Aerys Targaryen og Catelyn og Eddard giftust þess í stað. Lysa giftist Jon Arryn. Petyr notaði sér tilfinningar Lysu til þess að hækka sig hægt og rólega í tign, en á endanum tók Jon Arryn Petyr með sér til Kings Landing. Jon varð „hand of the king“ og stjórnaði í raun konungsríkjunum sjö og Petyr stjórnaði fjármálum krúnunnar. Hann keypti fjölda vændishúsa í Kings Landing og rak umfangmikið net njósnara. Petyr varð fljótt einn af valdamestu mönnum Westeros en fáir virtust taka eftir því. Nema geldingurinn Varys.Nýtti sér Lysu og drap hana svo Í fyrsta þætti Game of Thrones fékk Catelyn bréf frá systur sinni. Jon Arryn var dáinn og Robert Baratheon var kominn til Winterfell til að fá Eddard til að taka við stjórntaumunum í konungsríkjunum sjö. Eddard ætlaði sér ekki suður til Kings Landing þar til hann og Catelyn lásu bréfið frá Lysu. Hún sagðist sannfærð um að einhverjir í Lannister ættinni hefðu eitrað fyrir Jon Arryn og ákváðu þau hjón að fara til Kings Landing og komast til botns í málinu og til þess að komast að því hver kastaði Bran úr turninum svo hann lamaðist. Eddard og Catelyn voru sannfærð um að Petyr væri þeim hliðhollur. Það fór svo þannig að Petyr stjórnaði Eddard eins og peði og leiddi hann á sömu braut og Jon Arryn hafði farið. Það er að Eddard komst að því að börn Robert Baratheon væru í rauninni ekki börnin hans, heldur börn Jamie Lannister. Hann og Cersei systir hans væru elskuhugar. Eddard ætlaði að koma Stannist Baratheon, bróður Robert, til valda þegar Robert dó. Petyr sveik Eddard hins vegar og lét drepa alla menn hans. Það endaði svo með því að Eddard var tekinn af lífi. Næst sveik Petyr Lannister ættina þegar hann hjálpaði Olennu Tyrell að eitra fyrir Joffrey. Petyr lét þó líta út fyrir að Sansa og þáverandi eiginmaður hennar Tyrion Lannister hefðu eitrað fyrir konunginum. Sansa og Petyr fóru því næst til The Vale þar sem þau hittu fyrir Lysu Arryn. Hún viðurkenndi að hafa eitrað fyrir eiginmanni sínum Jon, að skipun Petyr, og Lysa vildi giftast Petyr. Þau giftu sig og Petyr henti henni út um Mánadyrnar svokölluðu.Svo virðist sem að fall Stark ættarinnar hafi beinlínis verið skipulagt af Petyr, væntanlega vegna Catelyn og ástar hans til hennar. Eftir að hafa myrt Lysu og tekið völdin í Vale, sendir Petyr Sönsu greyið aftur til Winterfell, þar sem hún er látin giftast Ramsay Bolton. Eins og við vitum var það ekki hamingjusamt hjónaband. Um leið og Sansa fer norður til Winterfell, fer Petyr aftur til Kings Landing. hann segir Cersei að hún sé í Winterfell til að giftast Ramsay og að Bolton ættin hafi svikið krúnuna. Petyr og Cersei gera samkomulag um að hann noti her sinn í Vale til þess að sigra Bolton ættina og í staðinn fær hann Winterfell og norðrið. Nú virðist hann hafa beðið þar til Jon og Ramsay voru svo til gott sem búnir að þurrka hvorn annan út. Þá kom Petyr „til bjargar“. Ég tel nánast engar líkur á því að Littlefinger muni svo bara óska þeim Jon og Sönsu góðs gengis og fara aftur heim. Jon Snow er ekki lögmætur erfingi Winterfell og eftir því sem flestir íbúar söguheims Game of Thrones vita er Sansa eina Stark barnið sem enn er lifandi. Arya og Bran eru auðvitað lifandi, en þau eru bæði talin vera látin. Mitt gisk er að Littlefinger mun reyna að þvinga Sönsu í hjónaband og þannig taka við stjórntaumunum í Winterfell og í norðrinu. Hingað til hefur hann svikið nánast alla sem hann hefur komist í tæri við og af hverju ætti hann að hætta núna. Það er eiginlega enginn sem stendur í vegi fyrir honum.Í síðustu viku skrifaði ég nokkrar línur um að Cersei ætlaði sér líklega að brenna Kings Landing, eða allavega hluta borgarinnar, til grunna. Hún ræddi við Qyburn, sem er nokkuð líkur Kjartani galdrakarli, um ákveðinn orðróm. Hann sagðist hafa komist að því að um mun meira en orðróm væri að ræða.Umræddur orðrómur sneri að öllum líkindum að miklum birgðum af Wildfire, sem Aerys Targaryen hafði látið koma fyrir undir Kings Landing. Fyrr í þessari þáttaröð sá Bran sýn þar sem sjá mátti Wildfire springa neðanjarðar.Tyrion nefndi það sérstaklega í síðasta þætti. Virðist það gefa kenningunni um ætlanir Cersei byr undir báða vængi.Í næsta þætti fáum við án efa að sjá restina af Tower of Joy atriðinu. Þar sem Bran er að endurlifa minningar föður síns frá því þegar hann reyndi að koma systur sinni til bjargar. Þá verður uppruni Jon Snow staðfestur. Hvort hann sé í raun bastarður Eddard Stark, eða sonur Rheagar Targaryen og Lyonnu Stark. Þá er einnig líklegt að Bran, Meera og Benjen komi að veggnum. Fyrir nokkrum vikum fórum við yfir hvernig það gæti gert hinum ódauðu kleift að hefja innrás sína í Westeros. En eins og svo oft áður þá eru kenningar um Game of Thrones líklega byggðar á sandi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30
Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45
Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15
Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30
Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30
Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00
Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00
Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Hvernig fóru þeir eiginlega að þessu? 21. júní 2016 11:00