Tveggja tíma meðaltöf hjá Wowair í dag Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 20:00 Miklar tafir hafa orðið á áætlunarflugi WowAir undanfarna tvo sólarhringa. Vísir Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum.
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira