Lýðræði er stundum svolítil tík Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 8. júlí 2016 07:00 Við hefðum sannarlega viljað hafa Helga Hrafn áfram en ég virði ákvörðun hans um að taka sér smá hlé frá þingstörfum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, Pírati. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, tilkynnti á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér í komandi kosningum. Helgi hefur átt miklum vinsældum að fagna og sumir hafa talað um blóðtöku fyrir flokkinn. „Ég held það sé mikilvægt að líta á Pírata eins og margir líta á landsliðið. Þar er engin ein stjarna, heldur kunna þeir að vinna saman og eru liðsheild. Enginn er mikilvægari en annar. Við megum ekki láta þetta snúast um einstaklinginn heldur málefnin. Helgi er vel liðinn alls staðar, og sama með Jón Þór [Ólafsson]. Fjölmiðlar hífðu þá upp sem nýju tegundina af stjórnmálamönnum og ég er sammála því. En stjórnmálamanneskja er bara venjuleg manneskja, þú breytist ekki og verður að umskiptingi þegar þú ferð inn. Það er frekar kerfið sem þrýstir þér inn í einhverja umgjörð.“Drógu rangar ályktanir Fjallað hefur verið um samskiptavanda innan flokksins. Raunar hafa sumir haldið því fram að brotthvarf Helga hafi haft með samskiptavandann að gera. Píratar tala opinskátt um málið. „Flokkurinn var að stækka ört, Jón Þór að hætta, nýr þingmaður að koma inn. Á sama tíma var gerð krafa á okkur um að vera aðgengileg grasrótinni og fjölmiðlunum. Við fengum allt í einu mikla athygli og það voru gerðar miklar kröfur. Við gáfum okkur aldrei tíma til að setjast niður og ræða verkferla. Þannig byrjaði að skapast eitthvað sem er mjög algengt – að draga rangar ályktanir. Um leið og við settumst niður í fyrsta tíma með vinnustaðasálfræðingi, föttuðum við hvar vandamálið lá. Við vorum byrjuð að draga ályktanir um hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég held þetta sé algengt í samskiptum fólks, að eiga náin samskipti en setjast aldrei niður og ræða á hvaða vegferð það sé.“ Hún segir mikinn misskilning hafa ríkt um hin ýmsu mál. „Þetta var orðið þannig á tímabili að það var eins og við værum með fjórtán manns í hlutastarfi við að taka ákvarðanir um minnstu hluti - sem ein manneskja ætti að geta gert.“Var of mikið lýðræði? Birgitta hlær. „Það sem misskilst svolítið með lýðræði, er að lýðræði gengur ekkert endilega út á algjört kaos, að enginn beri ábyrgð. Það er alltaf einhver sem pantar pitsuna, þó að lýðræði snúist um hvað á að vera á henni, hvort eigi að skipta henni í fjóra hluta eða hvað, þá er alltaf einhver sem safnar peningunum og ber ábyrgð á því að ná í pitsuna. Það hefur skort svolítið að fólk átti sig á að þegar maður er með flatan strúktúr er samt alltaf einhver sem tekur ábyrgð og stendur og fellur með sínum ákvörðunum. Sá er með umboð og traust til þess að taka ákvörðunina. Svo erum við með of hraðar róteringar á framkvæmdaráði, sem er ekki pólitískt ráð en á bara að sjá um að hlutir séu framkvæmdir. Það hefur verið umræða um hvort eigi að hafa miðstjórn.“Ólíklegt að fylgið haldiPíratar mælast stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, þó að fylgi þeirra hafi aðeins dalað undanfarið. Telur þú að fylgið haldi sér fram að kosningum? „Mér finnst ólíklegt að við náum svona miklum stuðningi þegar fólk fer á kjörstað. Það er mikið af ungu fólki sem styður okkur og það er erfiðara að fá ungt fólk á kjörstað. Þess vegna verðum við að beita sömu aðferðum og Sjálfstæðisflokkurinn, fara að sækja fólk og keyra það á kjörstað,“ segir Birgitta hlæjandi. „Síðan er stór hópur af óákveðnum og ég held að það verði ekkert að marka skoðanakannanir fyrr en liggur fyrir hverjir ætla fram fyrir hverja.“Ekki einn gargandi haugurNú er fólki tíðrætt um ásýnd Alþingis. Þurfa þingmenn að vera kurteisari? „Þetta snýst ekki um það. Ásýnd Alþingis er mikið í höndunum á fjölmiðlamönnum, og þeir velja að sýna frá átökum,“ segir hún. „Það er verið að reyna að ná því fram að þetta sé einn gargandi haugur af fólki sem getur ekki unnið saman. Það er ekki þannig. Auðvitað tekst fólk á og það eru miklar tilfinningar,“ segir hún. „Ég get fullyrt að það sem laga þarf á Alþingi snýr ekki að þessu. Það þyrfti raunverulegan forseta Alþingis, sem væri forseti alls Alþingis, sem setur stólinn fyrir dyrnar þegar ríkisstjórnin valtar yfir þingið og kemur með málin alltof seint, illa unnin og þingið þarf að fara að greiða atkvæði blindandi um mikilsverð mál. Þingið er alltaf að laga og breyta frumvörpum sem eiga að koma tilbúin inn á þing en þau eru það ekki,“ útskýrir hún. „Og hvernig stendur á því að maður veit ekki hvað er á dagskrá þingsins fyrr en kvöldið áður? Hvernig á maður að vera góður þingmaður, ef maður getur ekki verið undirbúinn? Við erum að fjalla um lögin sem þið þurfið að lifa eftir. Ef það er eitt orð sem er á röngum stað getur það haft alvarlegar afleiðingar.“Vildi opið prófkjör um allt landNú þegar líður að kosningum – eruð þið hrædd við lukkuriddara? „Ég er ekki hrædd við neina lukkuriddara. Það má enginn auglýsa í kringum prófkjör. Við erum með jafnræðisreglu þegar kemur að því að hjálpa fólki að kynna sig. Ég var að vonast til að við myndum vera með opið prófkjör um allt land en við verðum með opið prófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvestur, saman. Það er tilraun. En allir sem hafa verið skráðir í Pírata í meira en 30 daga geta tekið þátt í prófkjöri. Ég hefði viljað fá landsbyggðina með í opið prófkjör, en hef ekki áhyggjur af því að einhverjir ætli að taka yfir einhver félög. Við megum ekki loka okkur inni í litlum mengjum.“Vildi sporna við misnotkunEn þú hafðir áhyggjur af því að frjálshyggjumenn tækju yfir Pírata? „Ekki varðandi prófkjör. Ég hafði áhyggjur af því að inni á Facebook-síðu Frjálshyggjufélagsins voru leiðbeiningar um hvernig ætti að skrá sig inn í stefnumótunarkerfið okkar til að búa til stefnu í frjálshyggjuanda. Við höfum tekið eftir að það er mjög auðvelt fyrir hvern sem er að skrá sig inn í Pírata, leggja fram stefnu, hún fer inn í kosningakerfið okkar og án mikillar umræðu. Ég vildi bara á afgerandi máta sporna við að verið væri að misnota kosningakerfið okkar. Mér finnst mikilvægt að ná breiðri samstöðu innan grasrótarinnar um okkar stefnumál.“Er það ekki óumflýjanlegur galli við stefnumótunarkerfið ykkar, að fólk mun reyna að hafa áhrif á hana – í annarlegum tilgangi jafnvel? „Jú, jú, eins og einhver sagði, lýðræði er stundum svolítil tík eins og pólitík. Þú getur ekki og átt ekki að múra þig inn í ótta. Þegar svona kemur upp þurfum við bara að díla við það. Það hafa aðrir hópar reynt að hafa áhrif á kosningakerfið okkar. Stundum þarf maður bara að vekja fólk með því að henda inn svona bombu, og það er stundum mitt óskemmtilega hlutverk. Ég hef breitt bak og þoli alveg ef ég fæ á mig árásir fyrir vikið. En ég hefði örugglega getað gert þetta betur. Ég myndi gera þetta á annan hátt, vera varkárari. En ég er bara manneskja og geri alls konar mistök. Ég baðst velvirðingar á því hvernig ég stóð mig í þessu.“Viðstöðulaus vonbrigði Birgitta vill að fólk fái að vita fyrir kosningar hvaða flokkar gætu hugsað sér að vinna saman fengju þeir umboð. „Ég myndi vilja að stjórnarsáttmálinn lægi fyrir. Þessi hugmyndafræði um að hér sé flokkur, sem er með einhver stefnumál og fái flokkurinn 100% stuðning geti hann framfylgt þessari stefnu, á sér enga stoð í raunveruleikanum. Fólk verður viðstöðulaust fyrir vonbrigðum eftir kosningar. Maður á að vita fyrirfram hvaða stefnumál flokkarnir ætla að gefa eftir í stjórnarsáttmála.“Vill valdefla þingið Hún vill efla þingið. „Hvernig getum við búið til traust á Alþingi? Það hefur ekkert að gera með þetta sett af þingmönnum sem er núna. Maður horfir á fólk sem fer inn í þingheiminn, ferskt með hugsjónir og kemur út eins og það sé búið að vinda því inn í eitthvað kerfi sem það ætlaði sér aldrei að vera hluti af. Þá hugsar maður: er kannski eitthvað að kerfinu?“ Hún segir ráðuneytin vinna í samkeppni hvert við annað um fjárlög í stað þess að vinna saman. „Og af hverju eru til stofnanir sem líta út fyrir að vera ekki endilega að framfylgja vilja ráðuneytanna?“ Hún nefnir Útlendingastofnun sem dæmi. „Það hefur komið skýrt fram að ráðherrann vildi taka öðruvísi á málum. Það voru sendar leiðbeinandi reglur sem þau voru ekkert endilega að framfylgja. Það komu upp mál sem voru ekki í anda þess sem var vilji ráðherrans og hvað gerir þá ráðherrann? Hvernig er hægt að tryggja að stofnun sé að framfylgja vilja ráðherra? Það er lítið eftirlit með því að stofnanir framfylgi nýjum lagasetningum. Ég hefði áhuga á að skoða það og reyna að laga.“Furðulegt að ráða flokksgæðinga Hún myndi vilja námskeið fyrir nýja ráðherra. „Námskeið um hvernig maður verður góður ráðherra. Mér finnst furðulegt, að ráðherra ráði ekki bestu mögulega fagmanneskju í málaflokknum, sem hann ætlar að leggja höfuðáherslu á, sem sinn aðstoðarmann, sem er nánast skuggaráðherra. Þú getur ekki verið sérfræðingur í öllu. Maður horfir t.d. á núverandi heilbrigðisráðherra; auðvitað er hann enginn sérfræðingur í stjórnskipan heilbrigðismála eða öllu sem fellur undir þennan risa málaflokk. Þá á hann að vera með bestu fagmanneskjuna sem aðstoðarmann svo hann fái beint í æð þessi faglegu sjónarmið. Maður horfir á aðstoðarmenn ráðherra og skilur ekki af hverju þetta fólk er ráðið. Það lítur út eins og það séu ráðnir flokksgæðingar en ekki bestu mögulegu fagaðilar.“Þið hafið talað fyrir því að ráða hreinlega fagráðherra? „Já, og ef þingmaður Pírata verður ráðherra segi hann af sér þingmennsku á meðan. Ég held það væri best að hafa hæfilega blöndu af hvoru tveggja.“Yrði ekki góður ráðherra Sjálf hefur hún ekki áhuga á að verða ráðherra. „Ég held ég yrði ekkert sérstaklega góður ráðherra. Ég er með hugsjónir í því hvernig ég get lagað Alþingi. Nú vil ég ekki gefa mér það að ég verði í þeirri stöðu að geta valið um embætti, en ef ég yrði í þeirri stöðu yrði það svo sterkt að velja að verða forseti Alþingis frekar en að verða forsætisráðherra. Til þess að valdefla Alþingi. Ég skora á hvern þann sem hefur möguleika á að verða forsætisráðherra að velja að verða forseti Alþingis. Það á ekki að vera einhver afgangsstærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Við hefðum sannarlega viljað hafa Helga Hrafn áfram en ég virði ákvörðun hans um að taka sér smá hlé frá þingstörfum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, Pírati. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, tilkynnti á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér í komandi kosningum. Helgi hefur átt miklum vinsældum að fagna og sumir hafa talað um blóðtöku fyrir flokkinn. „Ég held það sé mikilvægt að líta á Pírata eins og margir líta á landsliðið. Þar er engin ein stjarna, heldur kunna þeir að vinna saman og eru liðsheild. Enginn er mikilvægari en annar. Við megum ekki láta þetta snúast um einstaklinginn heldur málefnin. Helgi er vel liðinn alls staðar, og sama með Jón Þór [Ólafsson]. Fjölmiðlar hífðu þá upp sem nýju tegundina af stjórnmálamönnum og ég er sammála því. En stjórnmálamanneskja er bara venjuleg manneskja, þú breytist ekki og verður að umskiptingi þegar þú ferð inn. Það er frekar kerfið sem þrýstir þér inn í einhverja umgjörð.“Drógu rangar ályktanir Fjallað hefur verið um samskiptavanda innan flokksins. Raunar hafa sumir haldið því fram að brotthvarf Helga hafi haft með samskiptavandann að gera. Píratar tala opinskátt um málið. „Flokkurinn var að stækka ört, Jón Þór að hætta, nýr þingmaður að koma inn. Á sama tíma var gerð krafa á okkur um að vera aðgengileg grasrótinni og fjölmiðlunum. Við fengum allt í einu mikla athygli og það voru gerðar miklar kröfur. Við gáfum okkur aldrei tíma til að setjast niður og ræða verkferla. Þannig byrjaði að skapast eitthvað sem er mjög algengt – að draga rangar ályktanir. Um leið og við settumst niður í fyrsta tíma með vinnustaðasálfræðingi, föttuðum við hvar vandamálið lá. Við vorum byrjuð að draga ályktanir um hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég held þetta sé algengt í samskiptum fólks, að eiga náin samskipti en setjast aldrei niður og ræða á hvaða vegferð það sé.“ Hún segir mikinn misskilning hafa ríkt um hin ýmsu mál. „Þetta var orðið þannig á tímabili að það var eins og við værum með fjórtán manns í hlutastarfi við að taka ákvarðanir um minnstu hluti - sem ein manneskja ætti að geta gert.“Var of mikið lýðræði? Birgitta hlær. „Það sem misskilst svolítið með lýðræði, er að lýðræði gengur ekkert endilega út á algjört kaos, að enginn beri ábyrgð. Það er alltaf einhver sem pantar pitsuna, þó að lýðræði snúist um hvað á að vera á henni, hvort eigi að skipta henni í fjóra hluta eða hvað, þá er alltaf einhver sem safnar peningunum og ber ábyrgð á því að ná í pitsuna. Það hefur skort svolítið að fólk átti sig á að þegar maður er með flatan strúktúr er samt alltaf einhver sem tekur ábyrgð og stendur og fellur með sínum ákvörðunum. Sá er með umboð og traust til þess að taka ákvörðunina. Svo erum við með of hraðar róteringar á framkvæmdaráði, sem er ekki pólitískt ráð en á bara að sjá um að hlutir séu framkvæmdir. Það hefur verið umræða um hvort eigi að hafa miðstjórn.“Ólíklegt að fylgið haldiPíratar mælast stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, þó að fylgi þeirra hafi aðeins dalað undanfarið. Telur þú að fylgið haldi sér fram að kosningum? „Mér finnst ólíklegt að við náum svona miklum stuðningi þegar fólk fer á kjörstað. Það er mikið af ungu fólki sem styður okkur og það er erfiðara að fá ungt fólk á kjörstað. Þess vegna verðum við að beita sömu aðferðum og Sjálfstæðisflokkurinn, fara að sækja fólk og keyra það á kjörstað,“ segir Birgitta hlæjandi. „Síðan er stór hópur af óákveðnum og ég held að það verði ekkert að marka skoðanakannanir fyrr en liggur fyrir hverjir ætla fram fyrir hverja.“Ekki einn gargandi haugurNú er fólki tíðrætt um ásýnd Alþingis. Þurfa þingmenn að vera kurteisari? „Þetta snýst ekki um það. Ásýnd Alþingis er mikið í höndunum á fjölmiðlamönnum, og þeir velja að sýna frá átökum,“ segir hún. „Það er verið að reyna að ná því fram að þetta sé einn gargandi haugur af fólki sem getur ekki unnið saman. Það er ekki þannig. Auðvitað tekst fólk á og það eru miklar tilfinningar,“ segir hún. „Ég get fullyrt að það sem laga þarf á Alþingi snýr ekki að þessu. Það þyrfti raunverulegan forseta Alþingis, sem væri forseti alls Alþingis, sem setur stólinn fyrir dyrnar þegar ríkisstjórnin valtar yfir þingið og kemur með málin alltof seint, illa unnin og þingið þarf að fara að greiða atkvæði blindandi um mikilsverð mál. Þingið er alltaf að laga og breyta frumvörpum sem eiga að koma tilbúin inn á þing en þau eru það ekki,“ útskýrir hún. „Og hvernig stendur á því að maður veit ekki hvað er á dagskrá þingsins fyrr en kvöldið áður? Hvernig á maður að vera góður þingmaður, ef maður getur ekki verið undirbúinn? Við erum að fjalla um lögin sem þið þurfið að lifa eftir. Ef það er eitt orð sem er á röngum stað getur það haft alvarlegar afleiðingar.“Vildi opið prófkjör um allt landNú þegar líður að kosningum – eruð þið hrædd við lukkuriddara? „Ég er ekki hrædd við neina lukkuriddara. Það má enginn auglýsa í kringum prófkjör. Við erum með jafnræðisreglu þegar kemur að því að hjálpa fólki að kynna sig. Ég var að vonast til að við myndum vera með opið prófkjör um allt land en við verðum með opið prófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvestur, saman. Það er tilraun. En allir sem hafa verið skráðir í Pírata í meira en 30 daga geta tekið þátt í prófkjöri. Ég hefði viljað fá landsbyggðina með í opið prófkjör, en hef ekki áhyggjur af því að einhverjir ætli að taka yfir einhver félög. Við megum ekki loka okkur inni í litlum mengjum.“Vildi sporna við misnotkunEn þú hafðir áhyggjur af því að frjálshyggjumenn tækju yfir Pírata? „Ekki varðandi prófkjör. Ég hafði áhyggjur af því að inni á Facebook-síðu Frjálshyggjufélagsins voru leiðbeiningar um hvernig ætti að skrá sig inn í stefnumótunarkerfið okkar til að búa til stefnu í frjálshyggjuanda. Við höfum tekið eftir að það er mjög auðvelt fyrir hvern sem er að skrá sig inn í Pírata, leggja fram stefnu, hún fer inn í kosningakerfið okkar og án mikillar umræðu. Ég vildi bara á afgerandi máta sporna við að verið væri að misnota kosningakerfið okkar. Mér finnst mikilvægt að ná breiðri samstöðu innan grasrótarinnar um okkar stefnumál.“Er það ekki óumflýjanlegur galli við stefnumótunarkerfið ykkar, að fólk mun reyna að hafa áhrif á hana – í annarlegum tilgangi jafnvel? „Jú, jú, eins og einhver sagði, lýðræði er stundum svolítil tík eins og pólitík. Þú getur ekki og átt ekki að múra þig inn í ótta. Þegar svona kemur upp þurfum við bara að díla við það. Það hafa aðrir hópar reynt að hafa áhrif á kosningakerfið okkar. Stundum þarf maður bara að vekja fólk með því að henda inn svona bombu, og það er stundum mitt óskemmtilega hlutverk. Ég hef breitt bak og þoli alveg ef ég fæ á mig árásir fyrir vikið. En ég hefði örugglega getað gert þetta betur. Ég myndi gera þetta á annan hátt, vera varkárari. En ég er bara manneskja og geri alls konar mistök. Ég baðst velvirðingar á því hvernig ég stóð mig í þessu.“Viðstöðulaus vonbrigði Birgitta vill að fólk fái að vita fyrir kosningar hvaða flokkar gætu hugsað sér að vinna saman fengju þeir umboð. „Ég myndi vilja að stjórnarsáttmálinn lægi fyrir. Þessi hugmyndafræði um að hér sé flokkur, sem er með einhver stefnumál og fái flokkurinn 100% stuðning geti hann framfylgt þessari stefnu, á sér enga stoð í raunveruleikanum. Fólk verður viðstöðulaust fyrir vonbrigðum eftir kosningar. Maður á að vita fyrirfram hvaða stefnumál flokkarnir ætla að gefa eftir í stjórnarsáttmála.“Vill valdefla þingið Hún vill efla þingið. „Hvernig getum við búið til traust á Alþingi? Það hefur ekkert að gera með þetta sett af þingmönnum sem er núna. Maður horfir á fólk sem fer inn í þingheiminn, ferskt með hugsjónir og kemur út eins og það sé búið að vinda því inn í eitthvað kerfi sem það ætlaði sér aldrei að vera hluti af. Þá hugsar maður: er kannski eitthvað að kerfinu?“ Hún segir ráðuneytin vinna í samkeppni hvert við annað um fjárlög í stað þess að vinna saman. „Og af hverju eru til stofnanir sem líta út fyrir að vera ekki endilega að framfylgja vilja ráðuneytanna?“ Hún nefnir Útlendingastofnun sem dæmi. „Það hefur komið skýrt fram að ráðherrann vildi taka öðruvísi á málum. Það voru sendar leiðbeinandi reglur sem þau voru ekkert endilega að framfylgja. Það komu upp mál sem voru ekki í anda þess sem var vilji ráðherrans og hvað gerir þá ráðherrann? Hvernig er hægt að tryggja að stofnun sé að framfylgja vilja ráðherra? Það er lítið eftirlit með því að stofnanir framfylgi nýjum lagasetningum. Ég hefði áhuga á að skoða það og reyna að laga.“Furðulegt að ráða flokksgæðinga Hún myndi vilja námskeið fyrir nýja ráðherra. „Námskeið um hvernig maður verður góður ráðherra. Mér finnst furðulegt, að ráðherra ráði ekki bestu mögulega fagmanneskju í málaflokknum, sem hann ætlar að leggja höfuðáherslu á, sem sinn aðstoðarmann, sem er nánast skuggaráðherra. Þú getur ekki verið sérfræðingur í öllu. Maður horfir t.d. á núverandi heilbrigðisráðherra; auðvitað er hann enginn sérfræðingur í stjórnskipan heilbrigðismála eða öllu sem fellur undir þennan risa málaflokk. Þá á hann að vera með bestu fagmanneskjuna sem aðstoðarmann svo hann fái beint í æð þessi faglegu sjónarmið. Maður horfir á aðstoðarmenn ráðherra og skilur ekki af hverju þetta fólk er ráðið. Það lítur út eins og það séu ráðnir flokksgæðingar en ekki bestu mögulegu fagaðilar.“Þið hafið talað fyrir því að ráða hreinlega fagráðherra? „Já, og ef þingmaður Pírata verður ráðherra segi hann af sér þingmennsku á meðan. Ég held það væri best að hafa hæfilega blöndu af hvoru tveggja.“Yrði ekki góður ráðherra Sjálf hefur hún ekki áhuga á að verða ráðherra. „Ég held ég yrði ekkert sérstaklega góður ráðherra. Ég er með hugsjónir í því hvernig ég get lagað Alþingi. Nú vil ég ekki gefa mér það að ég verði í þeirri stöðu að geta valið um embætti, en ef ég yrði í þeirri stöðu yrði það svo sterkt að velja að verða forseti Alþingis frekar en að verða forsætisráðherra. Til þess að valdefla Alþingi. Ég skora á hvern þann sem hefur möguleika á að verða forsætisráðherra að velja að verða forseti Alþingis. Það á ekki að vera einhver afgangsstærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira