Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Flóttamenn eru í mikilli neyð um allan heim. Í Noregi hefur fjöldamarkmiðum ekki verið náð um að senda hælisleitendur sjálfviljuga. Mynd/Epa Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira