Guðmunda: „Þetta var bara skita hjá okkur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2016 21:39 „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“ Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
„Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“
Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00