Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 09:00 Vísir/EPA og Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira