Lewis Hamilton vann á heimavelli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. júlí 2016 13:30 Lewis Hamilton var í essinu sínu á blautri en þornandi braut í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg fékk refsingu sem færði hann niður í þriðja sæti. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni. Bilið í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú komið niður í eitt stig þegar 10 keppnum af 21 er lokið. Spennan magnast í heimsmeistarakeppni ökumanna. Keppnin var ræst fyrir aftan öryggisbílinn vegna þess hve blaut brautin var. Það var mikil rigning fyrir keppnina. Þetta var í ellefta skipti í sögunni sem keppni er ræst fyrir afta öryggisbíl, annað skiptið á tímabilinu. Síðast var keppnin ræst fyrir aftan öryggisbíl í Mónakó. Öryggisbíllinn kom inn eftir fimm hringi úti á brautinni þar sem bílarnir voru búnir að hreinsa mesta standandi vatnið af brautinni. Það var halarófa af bílum sem fór inn beint á eftir öryggisbílnum til að taka milliregndekk undir. Rosberg tapaði strax miklum tíma á Hamilton. Rosberg virtist ekki ráða við aðstæður. Verstappen gerði sig afar líklegan fyrir aftan Rosberg. Sebastian Vettel var ellefti þegar hann kom inn á 15. hring. Vettel tók þurrdekk undir fyrstur allra. Kimi Raikkonen kom inn á næsta hring til að taka þurrdekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Verstappen hékk lengst frem á milliregndekkjunum, einum hring lengur en Hamilton og Rosberg. Verstappen kom út á undan Rosberg.Red Bull átti góða helgi á Silverstone brautinni.Vísir/GettyFyrsta beygja brautarinnar var lang blautasta svæðið á brautinni og reyndist mörgum erfið þegar menn voru komnir á þurrdekk. Helsta baráttan var á milli Rosberg og Verstappen. Verstappen varðist vel og Rosberg reyndi hring eftir hring að koamst fram úr til að ná öðru sætinu af Verstappen. Rosberg tókst loksins að komast fram úr Verstappen á 38 hring. Rosberg reyndi þá að elta uppi Hamilton. Bilið á milli þeirra var rúmar átta sekúndur þegar Rosberg komst fram úr Verstappen. Raikkonen tókst að stela fimmta sætinu af Sergio Perez á Force India á 46. hring eftir að hafa sótt jafnt og þétt á Perez lengi. Rosberg lenti í vandræðum með sjöunda gírinn og fékk þær leiðbeiningar í gegnum talstöðina að nota sjöunda gírinn ekki. Honum var ráðlagt að skipta yfir hann. Verstappen nálgaðist þá óðfluga. Rosberg fékk töluverðar upplýsingar í gegnum talstöðina. Dómarar keppninnar tóku atvikið til skoðunar. Niðustaðan var sú að Rosberg hefði fengið of mikla aðstoð. Verstappen tókst ekki að ná öðru sætinu til baka af Rosberg.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg fékk refsingu sem færði hann niður í þriðja sæti. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni. Bilið í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú komið niður í eitt stig þegar 10 keppnum af 21 er lokið. Spennan magnast í heimsmeistarakeppni ökumanna. Keppnin var ræst fyrir aftan öryggisbílinn vegna þess hve blaut brautin var. Það var mikil rigning fyrir keppnina. Þetta var í ellefta skipti í sögunni sem keppni er ræst fyrir afta öryggisbíl, annað skiptið á tímabilinu. Síðast var keppnin ræst fyrir aftan öryggisbíl í Mónakó. Öryggisbíllinn kom inn eftir fimm hringi úti á brautinni þar sem bílarnir voru búnir að hreinsa mesta standandi vatnið af brautinni. Það var halarófa af bílum sem fór inn beint á eftir öryggisbílnum til að taka milliregndekk undir. Rosberg tapaði strax miklum tíma á Hamilton. Rosberg virtist ekki ráða við aðstæður. Verstappen gerði sig afar líklegan fyrir aftan Rosberg. Sebastian Vettel var ellefti þegar hann kom inn á 15. hring. Vettel tók þurrdekk undir fyrstur allra. Kimi Raikkonen kom inn á næsta hring til að taka þurrdekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Verstappen hékk lengst frem á milliregndekkjunum, einum hring lengur en Hamilton og Rosberg. Verstappen kom út á undan Rosberg.Red Bull átti góða helgi á Silverstone brautinni.Vísir/GettyFyrsta beygja brautarinnar var lang blautasta svæðið á brautinni og reyndist mörgum erfið þegar menn voru komnir á þurrdekk. Helsta baráttan var á milli Rosberg og Verstappen. Verstappen varðist vel og Rosberg reyndi hring eftir hring að koamst fram úr til að ná öðru sætinu af Verstappen. Rosberg tókst loksins að komast fram úr Verstappen á 38 hring. Rosberg reyndi þá að elta uppi Hamilton. Bilið á milli þeirra var rúmar átta sekúndur þegar Rosberg komst fram úr Verstappen. Raikkonen tókst að stela fimmta sætinu af Sergio Perez á Force India á 46. hring eftir að hafa sótt jafnt og þétt á Perez lengi. Rosberg lenti í vandræðum með sjöunda gírinn og fékk þær leiðbeiningar í gegnum talstöðina að nota sjöunda gírinn ekki. Honum var ráðlagt að skipta yfir hann. Verstappen nálgaðist þá óðfluga. Rosberg fékk töluverðar upplýsingar í gegnum talstöðina. Dómarar keppninnar tóku atvikið til skoðunar. Niðustaðan var sú að Rosberg hefði fengið of mikla aðstoð. Verstappen tókst ekki að ná öðru sætinu til baka af Rosberg.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00 Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04
Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30
Hamilton og Rosberg mega keppa en ekki klessa á hvorn annan Yfirmenn Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa komist að þeirri niðurstöðu að liðsskipunum verði ekki beitt en ökumenn skuli passa sig á að keyra ekki á hvorn annan. 8. júlí 2016 08:00
Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15