Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 14:45 Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. Vísir/Getty Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða. Donald Trump Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Verulega hefur skilið að á milli forsetaframbjóðenda tveggja stærstu flokkanna í Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Samkvæmt sérstakri spá kosninga- og tölfræðivefs FiveThirtyEight mun Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata vinna öruggan sigur á Donald Trump frambjóðanda Repúblikana. Hafa aðstandendur vefsins útbúið sérstaka kosningaspá þar sem teknar eru saman niðurstöður allrar skoðanakannanna sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum. Út frá þeim er líkt eftir niðurstöðum tuttugu þúsund kosninga og út koma líkurnar á því hver muni sigra í kosningunum sem haldnar verða í nóvember. Þegar þetta er skrifað líta útreikningar FiveThirtyEight svona út.Sigurlíkurnar eins og staðan er í dag.VísirÞróunin hefur í raun verið mjög dramatísk undanfarna viku eða svo en frá 30. júlí síðastliðnum, þegar Trump var nánast búinn að ná í skottið á Clinton, hefur hún hreinlega stungið af líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Trump sótti mjög í sig veðrið í aðdraganda og fyrstu dagana eftir flokksþing Repúblikanaflokksins. Vel þekkt er í bandarískum stjórnmálum að frambjóðendur njóti aukins fylgis í skoðanakönnunum á meðan flokksþingin standa yfir og var engin undantekning þar á eftir flokksþing Repúblikana þetta árið sem stóð yfir frá 18.-21. júlí. Þá var á svipuðum tíma mikið fjallað um tölvupóstmál Clinton frá því að hún var utanríkisráðherra og naut Trump þess í skoðanakönnunum. Hægt er að útskýra þessa miklu sókn Clinton að hluta til með hinni þekktu fylgisaukningu í kjölfar flokksþinga en flokksþing Demókrata fór fram 25.-28. júlí, helgina eftir flokksþing Repúblikana.Svona hefur þróunin verið frá 30. júlí til dagsins í dag.VísirÞá hefur Trump lent í miklum vandræðum að undanförnu og telur þar líklega mest deila hans við fjölskyldu Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004, en þeir ávörpuðu flokksþing Demókrata. Gagnrýndu þau Trump fyrir stefnu sína og orð í garð múslima en Khan, sem lét lífið fyrir þjóð sína, var múslimi. Hefur Trump lagt til að múslimum verði hreinlega meinað að koma til Bandaríkjanna. Þótti óvægin gagnrýni Trump á foreldra Khan ómakleg og ljóst að rekja má hluta fylgishruns Trump til þess. Var hann m.a. harðlega gagnrýndur af eigin flokksmönnum, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaefni Repúblikana og einum helsta þungavigtarmanni flokksins. Þá hafa ýmsir innan raða Repúblikanaflokksins gagnrýnt Trump harðlega, þar á meðal 50 helstu sérfræðingar flokksins í þjóðaröryggismálum og segja þeir stefnu Trump í þeim málaflokki beinlínis hættulega. Ekki batnaði það þegar Trump kallaði eftir því að Rússar myndu stunda njósnir um Clinton eða þegar hann kallaði Clinton djöfulinn sjálfan. Clinton leiðir nú í nánast hverri einustu skoðanakönnun sem gerð er á landsvísu og samkvæmt spá FiveThirtyEight mun Clinton sigra í kosningunum með yfirburðum. Gert er ráð fyrir að Clinton hljóti 365 kjörmenn gegn 172 kjörmönnum Trump. Í grein á FiveThirtyEight þar sem fjallað er um fylgishrun er þó sérstaklega fram að spá síðunnar sé byggð á skoðanakönnunum sem geti auðveldlega breyst. Eins og staðan er núna séu þó yfirgnæfandi líkur á því að á næsta ári setjist kona í fyrsta sinn í æðsta valdastól Bandaríkjanna.Til vinstri má sjá áætlaðan fjölda kjörmanna, til hægri áætlaðan prósentufjölda greiddra atkvæða.
Donald Trump Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira