Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. vísir/getty Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið
Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira