Bílskúrinn: Raunir Rosberg á heimavelli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. ágúst 2016 19:45 Liðsmynd af Mercedes liðinu. Vísir/Getty Þýski Formúlu 1 kappaksturinn fór fram um síðustu helgi. Lewis Hamilton jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 19 stig með því að koma fyrstur í mark. Hvernig fór Hamilton að því að vinna sjöttu keppnina í síðustu sjö tilraunum? Var Rosberg of grófur í að verjast Max Verstappen? Hver var ökumaður dagsins og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var kampakátur með 25 stigin sín.Vísir/GettyHvernig var Hamilton fyrstur í mark?Hamilton gerði það með því negla ræsinguna, stinga af og stjórna keppninni þaðan. Honum var raunar ekki ógnað fyrir utan tilraun Daniel Ricciardo á Red Bull til að reyna að ná honum. Ricciardo gat þó ekkert gert til að ógna heimsmeistaranum Hamilton. Það hjálpaði Hamilton vissulega að Rosberg átti skelfilega ræsingu og féll niður í fjórða sæti. Strax á ráskaflanum. Rosberg sem hafði leitt allar æfingar og var á ráspól þurfti að horfa upp á liðsfélaga sinn auka forskotið í heimsmeistarakeppninni svo um munar.Hamilton getur andað léttar eftir keppnina í Þýskalandi.Vísir/GettyHvað þýðir þægileg keppni fyrir Hamilton? Þægileg er sennilega besta orðið til að lýsa keppni Hamilton eftir fyrstu hringina. Hann stjórnaði ferðinni gjörsamlega, í þægilegri fjarlægð og þurfti lítið að hafa fyrir því að vinna hana. Það er kannski djúpt í árina tekið að kalla Formúlu 1 keppni þægilega. Formúlu 1 keppnir verða þó varla þægilegri en þessi. Þægileg keppni þýðir að Hamilton gat hagað akstrinum eftir þörfum. Hann gat sparað vélina og bílinn allan. Hann mun lenda í vandræðum seinna á tímabilinu. Hann fór full hratt í gegnum græjurnar sínar í upphafi tímabils og mun gjalda þess þegar á líður. Allar keppnir sem Hamilton getur stjórnað munu hjálpa honum að auka endingu íhlutanna. Líklega gera þær þó lítið annað en að veita honum aukinn gálgafrest.Rosberg átti ekki góðan kappakstur á heimavelli. Hann þarf að taka sig saman í andlitiinu í sumarfríinu.Vísir/GettyVar Rosberg ósanngjarn? Lokaði Rosberg of harkalega á Verstappen? Dómarar keppninnar mátu atvikið þannig og dæmdu Rosberg með fimm sekúndna refsingu. Verstappen var fljótur í talstöðina til að segja að ef hann hefði ekki farið út af brautinni hefði hann lent í samstuði við Rosberg. Sem er einmitt skilgreiningin á að þvinga einhvern út af. Rosberg hefði átt að beygja fyrr að mati ofanritaðs. Rosberg tók svipaða línu gegn Hamilton á síðasta hring austurríska kappakstursins og endaði fjórði þar líka. Gæti hugsast að Rosberg tapi einbeitingunni þegar keppnir fara ekki á hans veg? Hann virðist höndla að tapa fyrir Hamilton í tímatökum ágætlega en á erfiðara með að glíma við vandræði í keppnum. Fyrir utan hugbúnaðarvandræði í bílnum. Hann sýndi það í evrópska kappakstrinum að hann kann það betur en Hamilton.Ferrari bílarnir í Þýskalandi.Vísir/GettyEr Ferrari í frjálsu falli?Næstum áratugur er liðinn frá því Ferrari vann titil. Kimi Raikkonen varð heimsmeistari með liðinu árið 2007. Liðið er engu nær því að breyta þeirri stöðu eftir keppni helgarinnar. Þvert á móti virðist liðið nú orðið eftirbátur Red Bull liðsins í viðbót við að reyna að elta Mercedes. James Allison er hættur sem tæknistjóri, af persónulegum ástæðum. Hann þótti líklegastur til að geta komið Ferrari á vinnandi veg á ný. Óljóst er hvort ráðið verður stórstirni í hans stað en nú sem komið er hefur Ferrari sett Mattia Binotto í hans stað. Binotto stýrði áður vélamálum Ferrari. Ferrari þarf að rífa sig í gang. Spurningin er hvort Binotto dugi sem fallhlíf til loka tímabilsins og Ferrari steli stóru nafni í vetur eða þrói Binotti í starfinu.Hamiilton var ökumaður dagsins að mati blaðamanns.Vísir/GettyÖkumaður dagsinsLewis Hamilton aðallega vegna þess hve vel hann stýrði keppninni og hvaða merkingu það hefur fyrir hann og titilvonir hans. Það eru ekki margir sem hefðu getað snúið 43 stiga forskoti jafn hratt við og Hamilton hefur gert. Hann hefur unnið 62 stig á Rosberg síðan eftir spænska kappaksturinn. Formúla Tengdar fréttir Rosberg í ruglinu | Sjáðu uppgjörsþáttinn í heild sinni Lewis Hamilton varð hlutskarpastur í Þýskalandskappakstrinum í dag og náði þar með 19 stiga forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 31. júlí 2016 17:12 Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. 31. júlí 2016 14:04 Nico Rosberg fljótastur á æfingum á Hockenheim Þýski ökumaðurinn Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á Hockenheim brautinni um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 29. júlí 2016 22:21 Rosberg á ráspól á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í þýska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton ræsir annar og Daniel Ricciardo á Red Bull verður þriðji. 30. júlí 2016 13:04 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þýski Formúlu 1 kappaksturinn fór fram um síðustu helgi. Lewis Hamilton jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 19 stig með því að koma fyrstur í mark. Hvernig fór Hamilton að því að vinna sjöttu keppnina í síðustu sjö tilraunum? Var Rosberg of grófur í að verjast Max Verstappen? Hver var ökumaður dagsins og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var kampakátur með 25 stigin sín.Vísir/GettyHvernig var Hamilton fyrstur í mark?Hamilton gerði það með því negla ræsinguna, stinga af og stjórna keppninni þaðan. Honum var raunar ekki ógnað fyrir utan tilraun Daniel Ricciardo á Red Bull til að reyna að ná honum. Ricciardo gat þó ekkert gert til að ógna heimsmeistaranum Hamilton. Það hjálpaði Hamilton vissulega að Rosberg átti skelfilega ræsingu og féll niður í fjórða sæti. Strax á ráskaflanum. Rosberg sem hafði leitt allar æfingar og var á ráspól þurfti að horfa upp á liðsfélaga sinn auka forskotið í heimsmeistarakeppninni svo um munar.Hamilton getur andað léttar eftir keppnina í Þýskalandi.Vísir/GettyHvað þýðir þægileg keppni fyrir Hamilton? Þægileg er sennilega besta orðið til að lýsa keppni Hamilton eftir fyrstu hringina. Hann stjórnaði ferðinni gjörsamlega, í þægilegri fjarlægð og þurfti lítið að hafa fyrir því að vinna hana. Það er kannski djúpt í árina tekið að kalla Formúlu 1 keppni þægilega. Formúlu 1 keppnir verða þó varla þægilegri en þessi. Þægileg keppni þýðir að Hamilton gat hagað akstrinum eftir þörfum. Hann gat sparað vélina og bílinn allan. Hann mun lenda í vandræðum seinna á tímabilinu. Hann fór full hratt í gegnum græjurnar sínar í upphafi tímabils og mun gjalda þess þegar á líður. Allar keppnir sem Hamilton getur stjórnað munu hjálpa honum að auka endingu íhlutanna. Líklega gera þær þó lítið annað en að veita honum aukinn gálgafrest.Rosberg átti ekki góðan kappakstur á heimavelli. Hann þarf að taka sig saman í andlitiinu í sumarfríinu.Vísir/GettyVar Rosberg ósanngjarn? Lokaði Rosberg of harkalega á Verstappen? Dómarar keppninnar mátu atvikið þannig og dæmdu Rosberg með fimm sekúndna refsingu. Verstappen var fljótur í talstöðina til að segja að ef hann hefði ekki farið út af brautinni hefði hann lent í samstuði við Rosberg. Sem er einmitt skilgreiningin á að þvinga einhvern út af. Rosberg hefði átt að beygja fyrr að mati ofanritaðs. Rosberg tók svipaða línu gegn Hamilton á síðasta hring austurríska kappakstursins og endaði fjórði þar líka. Gæti hugsast að Rosberg tapi einbeitingunni þegar keppnir fara ekki á hans veg? Hann virðist höndla að tapa fyrir Hamilton í tímatökum ágætlega en á erfiðara með að glíma við vandræði í keppnum. Fyrir utan hugbúnaðarvandræði í bílnum. Hann sýndi það í evrópska kappakstrinum að hann kann það betur en Hamilton.Ferrari bílarnir í Þýskalandi.Vísir/GettyEr Ferrari í frjálsu falli?Næstum áratugur er liðinn frá því Ferrari vann titil. Kimi Raikkonen varð heimsmeistari með liðinu árið 2007. Liðið er engu nær því að breyta þeirri stöðu eftir keppni helgarinnar. Þvert á móti virðist liðið nú orðið eftirbátur Red Bull liðsins í viðbót við að reyna að elta Mercedes. James Allison er hættur sem tæknistjóri, af persónulegum ástæðum. Hann þótti líklegastur til að geta komið Ferrari á vinnandi veg á ný. Óljóst er hvort ráðið verður stórstirni í hans stað en nú sem komið er hefur Ferrari sett Mattia Binotto í hans stað. Binotto stýrði áður vélamálum Ferrari. Ferrari þarf að rífa sig í gang. Spurningin er hvort Binotto dugi sem fallhlíf til loka tímabilsins og Ferrari steli stóru nafni í vetur eða þrói Binotti í starfinu.Hamiilton var ökumaður dagsins að mati blaðamanns.Vísir/GettyÖkumaður dagsinsLewis Hamilton aðallega vegna þess hve vel hann stýrði keppninni og hvaða merkingu það hefur fyrir hann og titilvonir hans. Það eru ekki margir sem hefðu getað snúið 43 stiga forskoti jafn hratt við og Hamilton hefur gert. Hann hefur unnið 62 stig á Rosberg síðan eftir spænska kappaksturinn.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg í ruglinu | Sjáðu uppgjörsþáttinn í heild sinni Lewis Hamilton varð hlutskarpastur í Þýskalandskappakstrinum í dag og náði þar með 19 stiga forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 31. júlí 2016 17:12 Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. 31. júlí 2016 14:04 Nico Rosberg fljótastur á æfingum á Hockenheim Þýski ökumaðurinn Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á Hockenheim brautinni um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 29. júlí 2016 22:21 Rosberg á ráspól á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í þýska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton ræsir annar og Daniel Ricciardo á Red Bull verður þriðji. 30. júlí 2016 13:04 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg í ruglinu | Sjáðu uppgjörsþáttinn í heild sinni Lewis Hamilton varð hlutskarpastur í Þýskalandskappakstrinum í dag og náði þar með 19 stiga forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 31. júlí 2016 17:12
Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. 31. júlí 2016 14:04
Nico Rosberg fljótastur á æfingum á Hockenheim Þýski ökumaðurinn Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á Hockenheim brautinni um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 29. júlí 2016 22:21
Rosberg á ráspól á heimavelli Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í þýska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton ræsir annar og Daniel Ricciardo á Red Bull verður þriðji. 30. júlí 2016 13:04