Hver var Humayun Khan? Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2016 14:54 Foreldrar Humayun Khan ávörpuðu flokksþing demókrata á dögunum. Vísir/AFP Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07