Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2016 11:00 Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur. MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur.
MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00
Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30
Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30
Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30