Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 22:56 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/AFP Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira