Hafsteinn: Lá ekki í loftinu að Bjarni skyldi hætta Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2016 20:21 Hafsteinn Briem, fyrirliði ÍBV. vísir/stefán Hafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með varnarlínuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa leikinn fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Hafsteinn Briem fyrirliði ÍBV var niðurlútur eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði það hafa komið á óvart þegar Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins hætti um helgina. „Mér fannst það ekki liggja í loftinu þegar við fengum fréttirnar af þessu. Þetta var smá skellur en við tókum leikmannafund og ákváðum að þjappa okkur saman og treysta á það sem Jeffs og Alfreð ætla að koma með. Mér fannst við sýna það að við værum vel undirbúnir og við þurfum ekki að kvíða næstu leikjum,“ sagði Hafsteinn í samtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins en fram að því höfðu Eyjamenn leikið ágætlega og verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við settum helling í þennan leik, lögðum hann vel upp og spiluðum vel. Það eru í raun tvö atvik þar sem kemur smá einbeitingarleysi í liðinu. Við fáum á okkur þessi mörk og það er grátlegt því mér fannst frammistaðan nokkuð góð hjá okkur.“ „Dekkingin klikkar í seinna markinu og við féllum alltof langt niður með varnarlínuna þegar sendingin kemur. Þá er erfitt fyrir markmanninn að reikna þetta út. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en ég á mjög erfitt með að kyngja þessu,“ bætti Hafsteinn við. ÍBV er í harðri fallbaráttu og aðeins fjórum stigum á undan Fylki sem tapaði einnig í kvöld. Næst eiga Eyjamenn leik gegn Þrótturum og þar þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda. „Við þurfum að fara að nýta færin okkar. Við fáum helling af færum og að mínu mati eigum við að vera búnir að drepa leikinn fyrir löngu. Það eru þessi sekúndubrot í varnarleiknum sem eru að skila þessum mörkum og það er alls ekki nógu gott,“ sagði Hafsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira