Hard Knocks byrjar á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 10:30 Hlauparinn Todd Gurley er ein skærasta stjarna LA Rams og einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira