11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2016 14:45 Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. Vísir/Getty Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári. Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári.
Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00