Stipe Miocic stóðst prófið á heimavelli Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. september 2016 11:45 Stipe Miocic klárar Overeem. Vísir/Getty Stipe Miocic tókst að verja þungvigtartitil sinn í nótt á UFC 203. Miocic kláraði Alistair Overeem í 1. lotu í frábærum bardaga. Aðalbardaginn á UFC 203 var stuttur en mjög skemmtilegur. Alistair Overeem tókst að kýla meistarann Stipe Miocic niður snemma í 1. lotu. Hann reyndi að fylgja högginu eftir með „guillotine“ hengingu en Miocic varðist vel og komst aftur á lappir. Stipe Miocic datt í gang eftir það og náði að hitta nokkrum góðum höggum á Overeem. Miocic greip spark frá Overeem og tók hann niður í gólfið þegar tæp mínúta var eftir af 1. lotunni. Í gólfinu veitti Miocic þung högg í gólfinu og rotaði Overeem eftir 4:27 í 1. lotu. Góð frammistaða hjá Stipe Miocic í sinni fyrstu titilvörn og hlaut hann mikinn stuðning á heimavelli í Cleveland þar sem bardagakvöldið fór fram.Fabricio Werdum og Travis Browne mættust í annað sinn og var bardaginn ansi undarlegur. Werdum byrjaði mjög vel og hafði yfirburði allan bardagann. Hann henti í mörg undarleg spörk og kollhnísa en sigurinn var þó aldrei í hættu. Werdum kýldi í fingur Browne í 1. lotu og datt fingur Browne úr lið. Browne óskaði eftir pásu og átti sér stað ákveðin ringulreið þar sem enginn vissi hvort bardaginn hefði verið stöðvaður eða ekki. Browne fékk smá pásu og kíkti læknirinn á fingurinn. Samkvæmt reglunum hefði Browne ekki átt að fá hlé líkt og hann fékk. Fyrrum heimsmeistarinn Werdum fór með sigur af hólmi eftir örugga dómaraákvörðun. Eftir bardagann hrópaði þjálfari Browne, Edmund Tarverdyan, einhverju að Werdum sem brást við með því að sparka í þjálfarann. Undarleg atburðarrás og undarlegur endir á bardaganum. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Stipe Miocic tókst að verja þungvigtartitil sinn í nótt á UFC 203. Miocic kláraði Alistair Overeem í 1. lotu í frábærum bardaga. Aðalbardaginn á UFC 203 var stuttur en mjög skemmtilegur. Alistair Overeem tókst að kýla meistarann Stipe Miocic niður snemma í 1. lotu. Hann reyndi að fylgja högginu eftir með „guillotine“ hengingu en Miocic varðist vel og komst aftur á lappir. Stipe Miocic datt í gang eftir það og náði að hitta nokkrum góðum höggum á Overeem. Miocic greip spark frá Overeem og tók hann niður í gólfið þegar tæp mínúta var eftir af 1. lotunni. Í gólfinu veitti Miocic þung högg í gólfinu og rotaði Overeem eftir 4:27 í 1. lotu. Góð frammistaða hjá Stipe Miocic í sinni fyrstu titilvörn og hlaut hann mikinn stuðning á heimavelli í Cleveland þar sem bardagakvöldið fór fram.Fabricio Werdum og Travis Browne mættust í annað sinn og var bardaginn ansi undarlegur. Werdum byrjaði mjög vel og hafði yfirburði allan bardagann. Hann henti í mörg undarleg spörk og kollhnísa en sigurinn var þó aldrei í hættu. Werdum kýldi í fingur Browne í 1. lotu og datt fingur Browne úr lið. Browne óskaði eftir pásu og átti sér stað ákveðin ringulreið þar sem enginn vissi hvort bardaginn hefði verið stöðvaður eða ekki. Browne fékk smá pásu og kíkti læknirinn á fingurinn. Samkvæmt reglunum hefði Browne ekki átt að fá hlé líkt og hann fékk. Fyrrum heimsmeistarinn Werdum fór með sigur af hólmi eftir örugga dómaraákvörðun. Eftir bardagann hrópaði þjálfari Browne, Edmund Tarverdyan, einhverju að Werdum sem brást við með því að sparka í þjálfarann. Undarleg atburðarrás og undarlegur endir á bardaganum. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. 10. september 2016 21:15