Pavel vill vera leikstjórnandi: Vil fá boltann og láta til mín taka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2016 07:00 Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira