Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2016 13:15 Jürgen Klinsmann vill greinilega fá Aron Jóhannsson aftur í landsliðið. vísir/getty Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun. Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30
Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20
Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44