Grunnþörf allra Almar Guðmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun