Starfsmenn WOW safna peningum fyrir Kristján og fjölskyldu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2016 13:59 WOW air hefur einnig gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau geti ferðast saman. Myndvinnsla/Garðar Starfsmenn WOW air hafa hrint af stað söfnun til að safna gjaldeyri fyrir Kristján Björn Tryggvason og fjölskyldu hans. Kristján og Kristín, eiginkona hans, sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Kristján eða Kiddi eins og hann er kallaður, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann hefur barist við sjúkdóminn í nærri tíu ár og farið í nokkrar lyfjameðferðir og í erfiða geislameðferð. Hjónin eiga saman þrjú börn og hefur ferlið reynst öllum erfitt. Kristján tók þá ákvörðun með lækni sínum og nánustu fjölskyldu í sumar að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir.Hugmyndin kom frá starfsfólkinu Saga Kidda og fjölskyldu hans vakti mikla athygli og greindi DV frá því í gær að WOW air hefði gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau gætu ferðast saman, en þau vilja skapa góðar minningar þá mánuði sem Kiddi á eftir. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að hugmyndin hafi komið upp hjá starfsfólkinu sjálfu. „Við ákváðum að hefja svona smá söfnun hérna innanhúss fyrir þau. Henni lýkur á mánudag og hún stendur nú yfir. WOW gaf fjölskyldunni fimm flugmiða til að fara saman hvert sem þau vilja af okkar áfangastöðum. Svo vorum við starfsfólkið að spjalla saman og þá langaði okkur að safna fyrir gjaldeyri fyrir þau,“ segir Svanhvít í samtali við Vísi. „Okkur langaði að styðja við fjölskylduna. Hótel og uppihald kostar náttúrulega sitt.“Viðtalið við Kidda og Kristínu úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfsmenn WOW air hafa hrint af stað söfnun til að safna gjaldeyri fyrir Kristján Björn Tryggvason og fjölskyldu hans. Kristján og Kristín, eiginkona hans, sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Kristján eða Kiddi eins og hann er kallaður, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann hefur barist við sjúkdóminn í nærri tíu ár og farið í nokkrar lyfjameðferðir og í erfiða geislameðferð. Hjónin eiga saman þrjú börn og hefur ferlið reynst öllum erfitt. Kristján tók þá ákvörðun með lækni sínum og nánustu fjölskyldu í sumar að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir.Hugmyndin kom frá starfsfólkinu Saga Kidda og fjölskyldu hans vakti mikla athygli og greindi DV frá því í gær að WOW air hefði gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau gætu ferðast saman, en þau vilja skapa góðar minningar þá mánuði sem Kiddi á eftir. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að hugmyndin hafi komið upp hjá starfsfólkinu sjálfu. „Við ákváðum að hefja svona smá söfnun hérna innanhúss fyrir þau. Henni lýkur á mánudag og hún stendur nú yfir. WOW gaf fjölskyldunni fimm flugmiða til að fara saman hvert sem þau vilja af okkar áfangastöðum. Svo vorum við starfsfólkið að spjalla saman og þá langaði okkur að safna fyrir gjaldeyri fyrir þau,“ segir Svanhvít í samtali við Vísi. „Okkur langaði að styðja við fjölskylduna. Hótel og uppihald kostar náttúrulega sitt.“Viðtalið við Kidda og Kristínu úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00