Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2016 20:58 Kári fagnar marki sínu í fyrri hálfleik. vísir/anton „Ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ennþá. Þetta er svolítið brjálað undir lokin,“ sagði Kári Árnason eftir sigurinn dramatíska á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld. „Við áttum þetta skilið á endanum, við vorum betri aðilinn en fengum tvö klaufamörk á okkur í fyrri hálfleik. Við gefumst aldrei upp og þetta var merki um það,“ bætti miðvörðurinn við en hann kom mikið við sögu í leiknum; skoraði, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Ísland fékk á sig tvö mörk á heimavelli sem gerist ekki á hverjum degi. „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári og bætti við í léttum dúr: „Ef við getum ekki haldið hreinu sjáum við varnarmennirnir um að skora mörkin.“ En er Kári ekki orðinn hættulegasti sóknarmaðurinn í íslenska liðinu miðað við frammistöðuna í kvöld? „Ég læt það algjörlega vera en maður reynir að gera það sem maður getur,“ sagði Kári. Hann segir að það hafi verið erfitt að spila á móti Finnum í kvöld. „Það er erfitt að brjóta lið sem liggja svona aftarlega á bak aftur og við þekkjum það. Þeir eru með vel skipulagt lið og góða leikmenn innanborðs,“ sagði Kári. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ bætti miðvörðurinn öflugi við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ennþá. Þetta er svolítið brjálað undir lokin,“ sagði Kári Árnason eftir sigurinn dramatíska á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld. „Við áttum þetta skilið á endanum, við vorum betri aðilinn en fengum tvö klaufamörk á okkur í fyrri hálfleik. Við gefumst aldrei upp og þetta var merki um það,“ bætti miðvörðurinn við en hann kom mikið við sögu í leiknum; skoraði, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Ísland fékk á sig tvö mörk á heimavelli sem gerist ekki á hverjum degi. „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári og bætti við í léttum dúr: „Ef við getum ekki haldið hreinu sjáum við varnarmennirnir um að skora mörkin.“ En er Kári ekki orðinn hættulegasti sóknarmaðurinn í íslenska liðinu miðað við frammistöðuna í kvöld? „Ég læt það algjörlega vera en maður reynir að gera það sem maður getur,“ sagði Kári. Hann segir að það hafi verið erfitt að spila á móti Finnum í kvöld. „Það er erfitt að brjóta lið sem liggja svona aftarlega á bak aftur og við þekkjum það. Þeir eru með vel skipulagt lið og góða leikmenn innanborðs,“ sagði Kári. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ bætti miðvörðurinn öflugi við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira